Íslenski boltinn

Umfjöllun: Sanngjörn niðurstaða í Krikanum

Elvar Geir Magnússon skrifar
FH og Valur gerðu jafntefli 1-1.
FH og Valur gerðu jafntefli 1-1.

FH og Valur gerðu jafntefli, 1-1, í leik liðanna á Kaplakrikavelli í kvöld. Bæði lið eflaust ósátt við að fá aðeins eitt stig en niðurstaðan sanngjörn.

Valur komst yfir með laglegu marki Hauks Páls Sigurðssonar í fyrri hálfleik en varamaðurinn Torger Motland jafnaði fyrir FH eftir að hafa komið inn sem í seinni hálfleik. Motland skoraði með skalla eftir aukaspyrnu.

FH-ingar voru langt frá sínu besta lengst af og komust ekki í gang fyrr en eftir að Heimir Guðjónsson gerði breytingar á liði sínu í seinni hálfleiknum. Menn virkuðu þreyttir og áhugalausir. Innkoma Torger Motland skipti sköpum en hann kom inn með mikinn kraft og sýndi að það er kannski ýmislegt í hann spunnið eftir allt.

Valsmenn voru að leika sinn besta leik í langan tíma. Þeir réðu ferðinni á miðsvæðinu lengst af þar sem Haukur Páll átti algjöran stórleik og ekki var Sigurbjörn Hreiðarsson við hlið hans mikið síðri.

Annars var lítið um opin færi i leiknum en í lokin voru FH-ingar sterkari og þeir líklegri til að stela öllum stigunum þremur.

FH - Valur 1-1

0-1 Haukur Páll Sigurðsson (9.)

1-1 Torger Motland (72.)

Áhorfendur: 1.104

Dómari: Magnús Þórisson 6

Skot (á mark): 7-8 (5-3)

Varin skot: Gunnleifur 2 - Kjartan 4

Horn: 5-2

Aukaspyrnur fengnar: 11-17

Rangstöður: 3-2

FH (4-3-3):

Gunnleifur Gunnleifsson 6

Guðmundur Sævarsson 3

(57. Torger Motland 8)

Hafþór Þrastarson 5

Tommy Nielsen 6

Hjörtur Logi Valgarðsson 4

Björn Daníel Sverrisson 5

Jacob Neestrup 2

(57. Jón Ragnar Jónsson 6)

Matthías Vilhjálmsson 7

Ólafur Páll Snorrason 6

Atli Guðnason 6

Atli Viðar Björnsson 4

Valur (4-5-1):

Kjartan Sturluson 7

Stefán Eggertsson 6

Atli Sveinn Þórarinsson 6

Martin Pedersen 6

Greg Ross 5

Haukur Páll Sigurðsson 8* - Maður leiksins

Sigurbjörn Hreiðarsson 7

(70. Rúnar Már Sigurjónsson 5)

Jón Vilhelm Ákason 6

(73. Ian Jeffs -)

Arnar Sveinn Geirsson 6

Baldur Aðalsteinsson 6

(61. Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5)

Danni König 5








Fleiri fréttir

Sjá meira


×