Íslenski boltinn

Ívar Björnsson: Hörmulegt

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ívar Björnsson.
Ívar Björnsson.
„Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, hörmulegt aðallega " sagði Ívar Björnsson framherji úr Fram svekktur eftir 3-0 tapleik Fram gegn Grindavík.

„Allt liðið nær sér ekki á strik,frá vörn til sóknar. Við bókstaflega gefum þeim þrjú mörk og erum að reyna langa bolta sem Auðunn og Ólafur Örn eiga auðvelt með."

Lítið var búið að gerast fram að fyrsta marki leiksins og fylgdi annað mark aðeins mínútu síðar en fram að því hafði verið jafnræði meðal liðanna

„Við gefum þeim tvö mörk og þá fara menn að hengja haus, mér fannst þó vafasamt fyrsta mark vegna rangstöðu. Svo fáum við gott færi rétt fyrir hálfleik sem klúðrast, það hefði stórbreytt leiknum. Það er hinsvegar ekki hægt að segja ef og hefði."

„Það er endalaust hægt að finna einhverjar afsakanir en við vorum bara hörku lélegir í dag. Við verðum núna að gera bara betur í næsta leik, við verðum að laga leik okkar því annars gætum við alveg eins hætt þessu " sagði Ívar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×