Innlent

Kýldi og sparkaði í stúlku

Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa kýlt og sparkað í stúlku í íbúðarhúsnæði í Kópavogi.

Afleiðingar líkamsárásarinnar urðu þær að stúlkan hlaut rifu við vinstra augnlok, sprungu og mar á neðri vör, eymsli og mar yfir vinstri kjálka og eyra og kúlu á höfuð.

Forráðamaður stúlkunnar krefst þess að árásarmanninum verði gert að greiða henni 1,8 milljónir króna í skaða- og miskabætur.

-jss





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×