Lífið

Knightley leikur Önnu

Keira leikur hugsanlega skáldsagna­persónuna Önnu Kareninu í kvikmynd eftir leikstjóra Atonement.
Keira leikur hugsanlega skáldsagna­persónuna Önnu Kareninu í kvikmynd eftir leikstjóra Atonement.

Keira Knightley á nú í samningaviðræðum við leikstjórann Joe Wright um að leika Önnu Kareninu, höfuðpersónu samnefndrar skáldsögu eftir Leo Tolstoj. Wright þessi leitar greinilega ekki langt yfir skammt eftir aðalleikkonum því hann leikstýrði Keiru í Pride and Prejudice og Atonement. Working Title er með myndina á sinni könnu og er gert ráð fyrir því að fyrsta uppkast að handriti verði klárt í næsta mánuði.

Tom Bevan hjá Working Title viðurkenndi hins vegar í samtali við Daily Mail að enn væri ekki komið grænt ljós á myndina. „Við erum að þróa ýmis verkefni með Joe og Anna er eitt þeirra," segir Bevan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.