Innlent

Á annað hundrað manns veðja á niðurstöðu Hæstaréttar

Veðmálavefurinn Betsson.com býður uppá veðmál um það hver niðurstaða Hæstaréttar Íslands um greiðslu skuldar vegna vanskila á bílasamning, verða. Niðurstaða Hæstaréttar verður kunngerð 6. september næstkomandi en á annað hundrað manns hafa þegar tekið þátt í veðmálinu.

Þeir sem hafa áhuga á að veðja á niðurstöðuna geta valið um fjóra möguleika. Vefurinn telur líklegast að niðurstaðan verði staðfest með nýjum röksemdum eða fyrri rökstuðningi.

Stuðullinn fyrir að Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn með fyrri forsendum er 1.80 og þykir því líklegasta niðurstaðan.

Úrskurð héraðsdóms staðfestur með nýjum rökstuðningi þykir ögn ólíklegri niðurstaða og fær því stuðulinn 3.00

Hinsvegar þykir afar ólíklegt að samningsvextir standi óbreyttir en þar er stuðullinn 10.00. Þá þykir jafn líklegt að málinu verði vísað heim í hérað á ný.

Samkvæmt upplýsingum frá Betsson-vefnum hafa á annað hundrað manns tekið þátt í veðmálinu.

Við gerð stuðla var leitað til fjölda lögmanna og niðurstaða þeirra var mjög misjöfn samkvæmt Betsson. Þá segir ennfremur á vefnum að eftir nokkrar vangaveltur var farið að ráðum eldri lögmanns við gerð stuðlana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×