Innlent

Seinfærir foreldrar ekki ofbeldisfyllri en aðrir

Andri Ólafsson skrifar

Dósent í fötlunarfræðum varar við því að fólk dragi ályktanir um seinfæra foreldra í kjölfar þess að greindarskert móðir var dæmd í þriggja mánaða fangelsi fyrir að lærleggsbrjóta fjögurra vikna son sinn.

Í nóvember í fyrra kom kona með son sinn, fjögurra vikna gamlan, á slysadeild. Hann reyndist með brotinn lærlegg. Skýringar konunnar á orsökum áverkanna þóttu ótrúverðugar og lögregla var beðinn um að rannsaka málið.

Í ljós kom móðirin hafði snúið uppá uppá, togað í eða tekið harkalega á hægri fæti drengisns með þeim afleiðingum að hann lærleggsbrotnaði.

Móðirin sem er misþroska og greindarskert á eitt barn til viðbótar, dóttur, en Barnavernd hafði áður borist tilkynning vegna óútskýrðra brota á handleggjum hennar þegar hún var eins árs.

Bæði börn hennar hafa nú verið tekin úr umsjá móður sinnar en hún var dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Hanna Björg Sigurðardóttir, dósent í fötlunarfræðum, segir að seinfærni móðurinnar sé ekki ástæðan fyrir ofbeldinu sem hún beitt. Hún segir þvert á móti - ofbeldi sé óalgengara hjá seinfærum foreldrum en öðrum. Hún óttast að mál sem þetta hafi neikvæðar afleiðingar á umræðu um seinfæra foreldra og rétt þeirra til barneigna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×