Enski boltinn

Essien frá í sex vikur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ghanamaðurinn Michael Essien getur ekki spilað fótbolta næstu sex vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í Afríkukeppninni.

Í fyrstu var óttast að hann gæti orðið enn lengur frá en Ancelotti, stjóri Chelsea, vonast til þess að ná miðjumanninum á lappir eftir rúman mánuð.

Essien hefur verið algjör lykilmaður hjá Chelsea og fjarvera hans mun örugglega hafa áhrif á Chelsea-liðið sem er þó að spjara sig vel meðan Afríkukeppnin fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×