Innlent

Lilja hafnar ásökunum Jóhannesar

Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis.
Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis. Mynd/GVA

Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, segist ekki skilja hvað Jóhannesi Jónssyni gangi til með bréfi til sín sem hann sendi jafnframt þrettán öðrum þingmönnum, en þar sakar hann Lilju um að grafa undan mannorði sínu. Það kannast hún ekki við.

Eins og fréttastofa greindi frá í gærkvöldi segist Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus í bréfi sem stílað er á Lilju Mósesdóttir upplifa í annað sinn pólitískar ofsóknir á hendur sér. Hann sendi bréfið á alla nefndarmenn í viðskiptanefnd og fleiri þingmenn. Tilefni bréfsins eru orð sem Lilja lét hafa eftir sér og sneru að Högum og aðkomu fyrri eigenda félagsins að því.

Lilja segist ekki skilja bréf Jóhannesar, enda segist hún ekki hafa nafngreint Jóhannes sérstaklega í umfjöllun sinni um Haga. Hún hafnar því að hafa vegið að mannorði Jóhannesar.

Lilja segist hafa haldið því fram að skipta eigi Högum upp, en hún telur að fleiri fjárfestar hafi þá bolmagn til að bjóða í fyrirtækin. Hún segist telja að Jóhannes hljóti að vera sammála sér í ljósi þess að Arion banki hafi tekið yfir Haga því þá séu væntanlega meiri líkur á að Jóhannes geti boðið í Bónus og eignast fyrirtækið á ný.

Hún segist hafa fengið skilaboð um að hringja í Jóhannes, en í þeim hafi verið rangt símanúmer. Hún segist áskilja sér frest til að svara bréfi Jóhannesar formlega. Auk þess segir hún að sér finnist afar skrýtið að bréf sem stílað hafi verið á hana hafi verið sent á aðra þingmenn.






Tengdar fréttir

Sakar þingmann um pólitískar ofsóknir

Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus sendi viðskiptanefnd Alþingis bréf í vikunni þar sem hann sakar Lilju Mósesdóttur alþingismann um að grafa undan mannorði sínu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×