Lífið

Óróa-leikkona vinsæl hjá strákum

María Birta Bjarnadóttir hefur slegið í gegn með leik sínum í unglingamyndinni Óróa. Fréttablaðið/Anton
María Birta Bjarnadóttir hefur slegið í gegn með leik sínum í unglingamyndinni Óróa. Fréttablaðið/Anton
Unglingamyndin Órói, í leikstjórn Baldvins Z, hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Myndin hefur einnig slegið í gegn á meðal íslenskra unglinga.

Aðalleikarar myndarinnar hafa vart undan því að þiggja eða afþakka vinabeðnir á Facebook síðan myndin var frumsýnd í október. María Birta Bjarnadóttir, sem fór með hlutverk Júditar, hefur fengið ógrynnin öll af vinabeðnum frá ungum aðdáendum.

„Þetta var aðallega í byrjun, rétt eftir að myndin var frumsýnd, og kom mér mjög á óvart. Ég átti alls ekki von á þessu. Ég hef samt afþakkað flestar vinabeiðnirnar því ég vil bara að vinir mínir hafi aðgang að Facebook-síðunni minni," segir hún. Aðspurð segist María Birta aðallega hafa fengið vinabeðnir frá unglingspiltum og sumir hafi jafnvel sent henni aðdáendabréf í gegnum síðuna.

„Ég hafði samband við Ella á sínum tíma (Elías Helga Kofoed-Hansen) og spurði hvort hann væri líka að lenda í þessu. Hann játaði því en sagðist ekki hafa það í sér að neita fólki þannig að vinalistinn hans hefur stækkað hratt," segir María Birta hlæjandi. Einnig hefur heyrst að Haraldur Ari Stefánsson, sem fór með hlutverk Markúsar, hafi einnig fengið fjölda vinabeiðna og segist María Birta skilja það vel. „Það kemur mér ekki á óvart enda er þetta mjög myndarlegur strákur. Ég hefði örugglega bætt honum við listann minn ef ég væri unglingsstúlka," segir hún brosandi.

Þegar hún er að lokum innt eftir því hvort fólk þekki hana nú á götum úti svarar María Birta því játandi. „Fólk hefur stoppað mig úti á götu og hrósað mér, sem er bara gaman," segir María Birta að lokum. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.