Innlent

Bjarni Ben: Skýrslan leggur ríkar skyldur á herðar þingmanna

Bjarni sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri tilbúinn til þessa að vinna að nauðsynlegum úrbótum.
Bjarni sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri tilbúinn til þessa að vinna að nauðsynlegum úrbótum. Mynd/Anton Brink
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir brýnt að stjórnmálamenn dragi lærdóm af niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan leggi ríkar skyldur á herðar þingmanna og það varði miklu að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem þjóðin gerir kröfu um. Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn til þessa að vinna að nauðsynlegum úrbótum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Bjarna á Alþingi í dag.

Hann sagði að framtíð bankanna hafi fyrir löngu verið skrifuð í skýin. Ljóst hafi verið að bankarnir myndu rata í ógöngur. Þetta hafi ekki verið ljóst í ársbyrjun 2008 heldur miklu fyrr.

Bjarni sagði að ekki væri hægt að líta framhjá því að í skýrslunni komi fram „sterkar vísbendingar“ um að eigendur bankanna hafi misnotað þá.

„Ég hef áður sagt að frelsi og ábyrgð séu tvær hliðar á sama peningnum og hvorugt geti staðið á hins. Svo virðist sem að stjórnendur bankanna hafi umgengist það frelsi þeim var treyst fyrir án ábyrgðar og í raun á ábyrgð annarra,“ sagði formaðurinn.

Þá sagði Bjarni að það væru ákveðin vonbrigði að framganga þeirra mála sem tengjast bankahruninu í réttarvörslukerfinu hefði ekki verið hraðari.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×