Fátt um svör fyrr en kröfur Íslands verða lagðar fram 9. nóvember 2010 04:00 Timo Summa Hinn finnski sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi er með aðstöðu í gömlu Moggahöllinni við Aðalstræti, á hæðinni fyrir neðan flokksskrifstofur Vinstri grænna.fréttablaðið/stefán Evrópusambandið getur litlu svarað um viðbrögð sín við samningskröfum Íslendinga fyrr en þær kröfur hafa formlega verið lagðar fram. „Auðvitað getum við giskað á hlutina, en það er ekki okkar hlutverk," segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. „Það er íslenska stjórnin sem þarf að segja okkur hver þeirra afstaða er, og þá getum við sest niður og rætt saman." Þótt Íslendingar hafi nefnt ýmislegt, bæði í opinberri umræðu hér heima og í óformlegum viðræðum við embættismenn Evrópusambandsins, um þær kröfur sem nauðsynlegt er að gera til Evrópusambandsins svo hagsmunir Íslendinga verði tryggðir í aðildarviðræðum, þá hafa enn engar formlegar kröfur verið lagðar fram. Það verður ekki hægt að gera fyrr en svokallaðri rýnivinnu er lokið, en hún felst í því að fulltrúar bæði Íslands og Evrópusambandsins fara sameiginlega í gegnum bæði íslensk lög og lög ESB til að komast nákvæmlega að því hvað ber á milli. Sú rýnivinna hefst á mánudaginn kemur og samkvæmt fundaáætlun, sem utanríkisráðuneytið birti nýverið, lýkur henni ekki fyrr en í júní á næsta ári. Þeirri vinnu er skipt niður í 35 kafla eftir málasviðum. Búist er við því að mest beri á milli í köflum um sjávarútveg, landbúnað og nokkur önnur stór hagsmunamál Íslendinga, en í flestum köflunum hefur Ísland fyrir löngu aðlagað sitt lagaumhverfi að lögum Evrópusambandsins. „Auðvitað er enginn fullkominn, Ísland ekki heldur. Þannig að við þurfum að fara í gegnum þetta allt og skoða hvort einhvers staðar þurfi að fínstilla eitthvað," segir Summa. Rýnivinnan fer þannig fram að fyrst er haldinn fundur, þar sem fulltrúar Evrópusambandsins útskýra nákvæmlega fyrir fulltrúum Íslands hvernig löggjöf Evrópusambandsins er háttað í hverjum kafla fyrir sig. Nokkru síðar er haldinn annar fundur þar sem Íslendingar útskýra fyrir Evrópusambandinu hvernig íslenskri löggjöf er háttað um efni viðkomandi kafla. Að því búnu setja Íslendingar fram samningskröfur sínar fyrir hvern kafla, og þá fyrst verður hægt að hefja eiginlegar samningaviðræður. „Auðvitað köllum við þetta viðræður," segir Summa, spurður um hvort Evrópusambandið bjóði upp á raunverulegt svigrúm til samninga. „Við höfum áður átt í aðildarviðræðum við ríki sem búa við sérstöðu í einhverjum málum. Við höfum ákveðnar meginreglur og höldum okkur við þær, en við þurfum að vita hvaða kröfur Íslendingar hafa og hvað þeir leggja mesta áherslu á. Ef það koma upp einhver vandamál þá ræðum við það." Meðan aðildarviðræður standa yfir birtir framkvæmdastjórn ESB árlega skýrslu um framvindu þeirra. Fyrsta skýrslan um Ísland verður birt í dag. Timo Summa segist í sjálfu sér ekki reikna með miklum tíðindum í þeirri skýrslu, öðrum en þeim að framvindan hafi gengið vel eins og við var búist. „Þegar næsta ársskýrsla verður birt, eftir um það bil eitt ár, þá munum við vita miklu meira." gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Evrópusambandið getur litlu svarað um viðbrögð sín við samningskröfum Íslendinga fyrr en þær kröfur hafa formlega verið lagðar fram. „Auðvitað getum við giskað á hlutina, en það er ekki okkar hlutverk," segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. „Það er íslenska stjórnin sem þarf að segja okkur hver þeirra afstaða er, og þá getum við sest niður og rætt saman." Þótt Íslendingar hafi nefnt ýmislegt, bæði í opinberri umræðu hér heima og í óformlegum viðræðum við embættismenn Evrópusambandsins, um þær kröfur sem nauðsynlegt er að gera til Evrópusambandsins svo hagsmunir Íslendinga verði tryggðir í aðildarviðræðum, þá hafa enn engar formlegar kröfur verið lagðar fram. Það verður ekki hægt að gera fyrr en svokallaðri rýnivinnu er lokið, en hún felst í því að fulltrúar bæði Íslands og Evrópusambandsins fara sameiginlega í gegnum bæði íslensk lög og lög ESB til að komast nákvæmlega að því hvað ber á milli. Sú rýnivinna hefst á mánudaginn kemur og samkvæmt fundaáætlun, sem utanríkisráðuneytið birti nýverið, lýkur henni ekki fyrr en í júní á næsta ári. Þeirri vinnu er skipt niður í 35 kafla eftir málasviðum. Búist er við því að mest beri á milli í köflum um sjávarútveg, landbúnað og nokkur önnur stór hagsmunamál Íslendinga, en í flestum köflunum hefur Ísland fyrir löngu aðlagað sitt lagaumhverfi að lögum Evrópusambandsins. „Auðvitað er enginn fullkominn, Ísland ekki heldur. Þannig að við þurfum að fara í gegnum þetta allt og skoða hvort einhvers staðar þurfi að fínstilla eitthvað," segir Summa. Rýnivinnan fer þannig fram að fyrst er haldinn fundur, þar sem fulltrúar Evrópusambandsins útskýra nákvæmlega fyrir fulltrúum Íslands hvernig löggjöf Evrópusambandsins er háttað í hverjum kafla fyrir sig. Nokkru síðar er haldinn annar fundur þar sem Íslendingar útskýra fyrir Evrópusambandinu hvernig íslenskri löggjöf er háttað um efni viðkomandi kafla. Að því búnu setja Íslendingar fram samningskröfur sínar fyrir hvern kafla, og þá fyrst verður hægt að hefja eiginlegar samningaviðræður. „Auðvitað köllum við þetta viðræður," segir Summa, spurður um hvort Evrópusambandið bjóði upp á raunverulegt svigrúm til samninga. „Við höfum áður átt í aðildarviðræðum við ríki sem búa við sérstöðu í einhverjum málum. Við höfum ákveðnar meginreglur og höldum okkur við þær, en við þurfum að vita hvaða kröfur Íslendingar hafa og hvað þeir leggja mesta áherslu á. Ef það koma upp einhver vandamál þá ræðum við það." Meðan aðildarviðræður standa yfir birtir framkvæmdastjórn ESB árlega skýrslu um framvindu þeirra. Fyrsta skýrslan um Ísland verður birt í dag. Timo Summa segist í sjálfu sér ekki reikna með miklum tíðindum í þeirri skýrslu, öðrum en þeim að framvindan hafi gengið vel eins og við var búist. „Þegar næsta ársskýrsla verður birt, eftir um það bil eitt ár, þá munum við vita miklu meira." gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira