Úttekt: Jón Gnarr á mannamáli SB skrifar 9. nóvember 2010 15:00 Margir áttu erfitt með að átta sig á öllu sem Jón Gnarr sagði í viðtali við Brynju Þorgeirsdóttir í Kastljósinu í gær. Hann virðist hafa ruglað saman kvikmyndunum Ghost og Sixth Sense, líkti Besta flokknum við svikahrapp, sjálfum sér við geimveru og viðurkenndi að hafa lagt samstarfsmenn sína í einelti. Vísir tók saman helstu gullkornin sem Jón Gnarr lét flakka og birtir þau hér ásamt skýringum.1. Jón Gnarr og svikin kosningaloforð JG: „Ég sagði líka að ég myndi svíkja öll loforð sem ég lofaði." BÞ: „Muntu þá standa við það?" JG: „Nei ég mun ekkert endilega gera það. Ég vildi bara bæta því við í loforðalistan sem þú taldir upp í upphafi." Skýring: Samkvæmt Wikipedia er „þversögn": „fullyrðing eða fullyrðingar sem virðast vera augljóslega sannar en leiða til mótsagnar eða fráleitrar niðurstöðu. Venjulega er þó annaðhvort um rökvillu að ræða, eða einhver af forsendunum er þegar öllu er á botninn hvolft ekki sönn." 2. Jón Gnarr spurður út í eigið ágæti BG: „Nú hafa komið fram spurningar um hvort þú sért vanhæfur" JG: „...allt þetta tal um að ég sé vanhæfur finnst mér súrrealískt. Mér finnst ég alls ekki vanhæfur, mér finnst ég meira mikilhæfur og merkilegur. Ég stofnaði stjórnmálaflokk fyrir nokkrum mánuðum sem hefur snúið öllu á annan endann í borginni." Þarna grípur Jón Gnarr til hugtaksins súrrealisma en á sínum yngri árum skrifaði Jón ljóð sem hugsanlega mætti telja til þeirrar stefnu. Samkvæmt Vísindavefnum er meginstefnumið súrrealista „að losa menn úr viðjum kollóttrar skynsemishyggju og smáborgaralegra lífshátta og gildismats." 3. Jón Gnarr líkir sér við geimveru JG: „Ég er Predator í íslenskum stjórnmálum. Ég er geimvera sem enginn veit almennilega hvernig á að takast á við. Síðan er það spurningin: Er einhver Arnold Schwarzenegger þarna úti. (Þögn) Ég held ekki. BG: „Er þetta ekki bara della sem þú ert að segja?" JG: „Nei, þetta er ekki della. Þetta er staðreynd. Þeir eru bara í stór stór vandræðum með mig." Skýring: Enska orðið Predator þýðir rándýr en samkvæmt Vísindavefnum eru stærstu rándýr á landi hvítabirnir. Þar sem Jón Gnarr minnist á kvikmyndaleikarann og ríkisstjóra Kalifórníu, Arnold Schwarzenegger, er þó líklegra að hann eigi við uppskáldaða geimveru úr amerísku hasarmyndinni Pretador frá árinu 1987. Myndin fjallar um sérsveit undir forystu „Dutch" sem Arnold Schwarzenegger leikur en hann drepur rándýrið í lok myndarinnar. Myndin sló í gegn á sínum tíma og hafa fjölmargar framhaldsmyndir litið dagsins ljós. MYND/Alex 4. Jón Gnarr talar um einelti JG: „Ég er ekki fullkominn maður og hef aldrei þóst vera það. Ég er þvert á móti mjög meingallaður maður en þegar ég hef verið að gera grín að fólki hef ég reynt að gera það þannig að ég sé ekki að meiða það. en það er bara þannig að stjórnmál á íslandi byggjast rosalega mikið á klækjum og einelti. BÞ: „En ertu ekki að beita því sama þarna?" JG: „Kannski á vissan hátt..." Skýring: Einelti þekkja margir úr barnaskólum. Rithöfundurinn Guðbergur Bergsson ritaði árið 2003 fræga grein um einelti þar sem hann kallar einelti hæfileika til að sjá mun á útliti og hafa skoðun á ýmsu í fari náungans. Hann tekur dæmi af leikaranum Stefáni Karli sem hann segir hafa orðið að manni vegna eineltis og segir það oftast hafa jákvæð áhrif á einstaklinginn... „gert hann hæfan til árása, eða til að verjast þeim, og góðan í gagnárásum. [...]Svo hefur það stemmt stigu við kvillum, andlegum og líkamlegum, en stundum aukið hvort tveggja." 5. Jón Gnarr líkir Sjálfstæðisflokknum við draug BÞ: „Hvað með kjósendur, finnurðu efasemdir..." JG: „Nei, ég finn frekar vaxandi traust meðal borgarbúa og meiri meðbyr. En varðandi Sjálfstæðisflokkinn er ég farinn að upplifa hann eins og tvo flokka [...] og gamli Sjálfstæðisflokkurinn finnst mér vera svolítið eins og Patrick Swayze, í kvikmyndinni Ghost áður en hann fattaði að hann væri dáinn skilurðu, hann hélt enn þá að hann væri lifandi og þar held ég að Besti flokkurinn geti verið Whoopi Goldberg sem geti leitt sátt. Og það held ég að skipti höfuðmáli fyrir framtíð þessarar borgar og þessa lands. Skýring: Hér virðist Jón Gnarr vera að rugla saman kvikmyndum. Í Ghost, sem er rómantísk mynd frá árinu 1990, er aðalpersónan Sam drepinn. Hann fer hins vegar ekki til himna heldur verður draugur og enginn heyrir í honum. Whoopi Goldberg, sem Jón Gnarr líkir besta flokknum við, leikur „Con Artist" eða svikahrapp sem þykist vera miðill og hefur pening af fólki. Hún er sú eina sem nær sambandi við Sam og hjálpar honum að ná fram réttlæti. Ath blm: Kannski átti Jón Gnarr við kvikmyndina The Sixth Sense með Bruce Willis en þar leikur Bruce mann sem veit ekki fyrr en í lok myndarinnar að hann er í raun og veru dauður. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira
Margir áttu erfitt með að átta sig á öllu sem Jón Gnarr sagði í viðtali við Brynju Þorgeirsdóttir í Kastljósinu í gær. Hann virðist hafa ruglað saman kvikmyndunum Ghost og Sixth Sense, líkti Besta flokknum við svikahrapp, sjálfum sér við geimveru og viðurkenndi að hafa lagt samstarfsmenn sína í einelti. Vísir tók saman helstu gullkornin sem Jón Gnarr lét flakka og birtir þau hér ásamt skýringum.1. Jón Gnarr og svikin kosningaloforð JG: „Ég sagði líka að ég myndi svíkja öll loforð sem ég lofaði." BÞ: „Muntu þá standa við það?" JG: „Nei ég mun ekkert endilega gera það. Ég vildi bara bæta því við í loforðalistan sem þú taldir upp í upphafi." Skýring: Samkvæmt Wikipedia er „þversögn": „fullyrðing eða fullyrðingar sem virðast vera augljóslega sannar en leiða til mótsagnar eða fráleitrar niðurstöðu. Venjulega er þó annaðhvort um rökvillu að ræða, eða einhver af forsendunum er þegar öllu er á botninn hvolft ekki sönn." 2. Jón Gnarr spurður út í eigið ágæti BG: „Nú hafa komið fram spurningar um hvort þú sért vanhæfur" JG: „...allt þetta tal um að ég sé vanhæfur finnst mér súrrealískt. Mér finnst ég alls ekki vanhæfur, mér finnst ég meira mikilhæfur og merkilegur. Ég stofnaði stjórnmálaflokk fyrir nokkrum mánuðum sem hefur snúið öllu á annan endann í borginni." Þarna grípur Jón Gnarr til hugtaksins súrrealisma en á sínum yngri árum skrifaði Jón ljóð sem hugsanlega mætti telja til þeirrar stefnu. Samkvæmt Vísindavefnum er meginstefnumið súrrealista „að losa menn úr viðjum kollóttrar skynsemishyggju og smáborgaralegra lífshátta og gildismats." 3. Jón Gnarr líkir sér við geimveru JG: „Ég er Predator í íslenskum stjórnmálum. Ég er geimvera sem enginn veit almennilega hvernig á að takast á við. Síðan er það spurningin: Er einhver Arnold Schwarzenegger þarna úti. (Þögn) Ég held ekki. BG: „Er þetta ekki bara della sem þú ert að segja?" JG: „Nei, þetta er ekki della. Þetta er staðreynd. Þeir eru bara í stór stór vandræðum með mig." Skýring: Enska orðið Predator þýðir rándýr en samkvæmt Vísindavefnum eru stærstu rándýr á landi hvítabirnir. Þar sem Jón Gnarr minnist á kvikmyndaleikarann og ríkisstjóra Kalifórníu, Arnold Schwarzenegger, er þó líklegra að hann eigi við uppskáldaða geimveru úr amerísku hasarmyndinni Pretador frá árinu 1987. Myndin fjallar um sérsveit undir forystu „Dutch" sem Arnold Schwarzenegger leikur en hann drepur rándýrið í lok myndarinnar. Myndin sló í gegn á sínum tíma og hafa fjölmargar framhaldsmyndir litið dagsins ljós. MYND/Alex 4. Jón Gnarr talar um einelti JG: „Ég er ekki fullkominn maður og hef aldrei þóst vera það. Ég er þvert á móti mjög meingallaður maður en þegar ég hef verið að gera grín að fólki hef ég reynt að gera það þannig að ég sé ekki að meiða það. en það er bara þannig að stjórnmál á íslandi byggjast rosalega mikið á klækjum og einelti. BÞ: „En ertu ekki að beita því sama þarna?" JG: „Kannski á vissan hátt..." Skýring: Einelti þekkja margir úr barnaskólum. Rithöfundurinn Guðbergur Bergsson ritaði árið 2003 fræga grein um einelti þar sem hann kallar einelti hæfileika til að sjá mun á útliti og hafa skoðun á ýmsu í fari náungans. Hann tekur dæmi af leikaranum Stefáni Karli sem hann segir hafa orðið að manni vegna eineltis og segir það oftast hafa jákvæð áhrif á einstaklinginn... „gert hann hæfan til árása, eða til að verjast þeim, og góðan í gagnárásum. [...]Svo hefur það stemmt stigu við kvillum, andlegum og líkamlegum, en stundum aukið hvort tveggja." 5. Jón Gnarr líkir Sjálfstæðisflokknum við draug BÞ: „Hvað með kjósendur, finnurðu efasemdir..." JG: „Nei, ég finn frekar vaxandi traust meðal borgarbúa og meiri meðbyr. En varðandi Sjálfstæðisflokkinn er ég farinn að upplifa hann eins og tvo flokka [...] og gamli Sjálfstæðisflokkurinn finnst mér vera svolítið eins og Patrick Swayze, í kvikmyndinni Ghost áður en hann fattaði að hann væri dáinn skilurðu, hann hélt enn þá að hann væri lifandi og þar held ég að Besti flokkurinn geti verið Whoopi Goldberg sem geti leitt sátt. Og það held ég að skipti höfuðmáli fyrir framtíð þessarar borgar og þessa lands. Skýring: Hér virðist Jón Gnarr vera að rugla saman kvikmyndum. Í Ghost, sem er rómantísk mynd frá árinu 1990, er aðalpersónan Sam drepinn. Hann fer hins vegar ekki til himna heldur verður draugur og enginn heyrir í honum. Whoopi Goldberg, sem Jón Gnarr líkir besta flokknum við, leikur „Con Artist" eða svikahrapp sem þykist vera miðill og hefur pening af fólki. Hún er sú eina sem nær sambandi við Sam og hjálpar honum að ná fram réttlæti. Ath blm: Kannski átti Jón Gnarr við kvikmyndina The Sixth Sense með Bruce Willis en þar leikur Bruce mann sem veit ekki fyrr en í lok myndarinnar að hann er í raun og veru dauður.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira