Innlent

Var með unnustu Hannesar um nóttina

Gunnar Rúnar Sigþórsson sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana, var með unnustu Hannesar nóttina örlagaríku. Hann var ekkert yfirheyrður um helgina



Maðurinn, sem er 23 ára gamall, æskuvinur unnustu Hannesar var á föstudag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið Hannesi að bana á heimili hans aðfaranótt sunnudagsins 15.ágúst.



Ljóst er að Hannes sótti unnustu sína í gleðskap á suðurnesjum og keyrið hana í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins. Að því loknu mun hann hafa keyrt heim til sín í Háabergið og farið að sofa.



Eftir því sem fréttastofa kemst næst sótti Gunnar unnustuna á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur, síðar um nóttina og keyrði hana í Hafnarfjörð. Hún mun hafa gist á heimili Gunnars um nóttina, en hann keyrði hana síðan að heimili Hannesar í hádeginu daginn eftir, þar sem hún kom að Hannesi látnum.



Stuttu eftir morðið var Gunnar yfirheyrður af lögreglu og honum haldið næturlangt á lögreglustöðinni. Lögregla sá hinsvegar ekki ástæðu til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum þá, og var honum sleppt. Lögregla tók hinsvegar skó Gunnars og setti í rannsókn.



Það var síðan um kvöldmatarleytið á fimmtudag sem Gunnar var handtekinn á ný og húsleit gerð heima hjá honum. Þar voru haldlagðir munir sem eru taldir geta tengt hann við morðið. Í kjölfarið var Gunnars síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24.september.



Í Morgunblaðinu í dag segir að blóð hafi fundist á skóm mannsins og fréttastofa Rúv segir skófar hafa fundist á vettvangi. Það hafi verið ein helsta ástæða þess að Gunnar var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla hefur ekkert viljað staðfesta varðandi þetta í dag.



Gunnar hefur ekkert verið yfirheyrður frá því að hann var handtekinn á föstudag og situr nú í einangrunarklefa á Litla Hrauni. Reiknað er með að yfirheyrslur fari fram síðar í vikunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×