Ættleiðingar á eigin vegum til skoðunar magnusl@frettabladid.is skrifar 30. júní 2010 05:00 Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra skoðar milliliðalausar ættleiðingar. Dóms- og mannréttindamálaráðuneytið hefur óskað eftir skýrslu frá Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni þar sem skoðað verður hvort ástæða sé til að leyfa ættleiðingar án aðkomu félaga. Niðurstaða skal liggja fyrir ekki síðar en í október 2010. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að ef leyft væri að ættleiða á eigin vegum á Íslandi yrðu 40 til 50 börn ættleidd hingað á ári en að undanfarin fjögur ár hafi þau að jafnaði verið þrettán. „Sum ríki vilja ekki skipta við félög, til dæmis mörg ríki í Afríku þar sem slíkt er litið hornauga, mögulega vegna sögu álfunnar í tengslum við þrælahald og slíkt," segir Hörður. „Það eru rösklega hundrað pör að bíða eftir ættleiðingu og sum hver hafa beðið á fimmta ár. Það eru líka um þrjátíu einhleypir á biðlista," sagði Hörður og bætti því við að ættleiðingar án aðkomu félags væru besta lausnin fyrir þetta fólk. Ættleiðingar til Íslands taka mið af Haag-samningnum svokallaða um ættleiðingar. Í samningnum er svigrúm til þess að leyfa fólki að ættleiða án þess að það fari í gegnum félag þar sem sum ríki vilja ekki skipta við félög. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðist fyrir um þetta mál á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Í svari Rögnu Árnadóttur kom fram að ekki væri hægt að heimila ættleiðingar á eigin vegum nema til skipulagsbreytingar kæmi. „Þá þyrfti ráðuneytið að taka að sér það eftirlit sem nú er á höndum ættleiðingarfélaganna. Fjölga þyrfti þeim starfsmönnum í ráðuneytinu sem ættu að sinna ættleiðingum, auk þess sem laga- eða reglugerðarbreytingar yrðu óhjákvæmilegar," sagði Ragna. Aðspurð sagði Ragna að þetta mál hefði ekki verið tekið upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Ragna sagði að það væri mikill þrýstingur á stjórnvöld að breyta sinni framkvæmd en bætti við: „Fyrir grundvallarkerfisbreytingu tel ég að það þurfi að liggja fyrir úttekt á borð við þá sem ég hef beðið um. Þegar þessi skýrsla liggur fyrir þarf að taka afstöðu til þess en engar ákvarðanir á að taka að óathuguðu máli." Ragna segist leggja áherslu á að stjórnvöld séu reiðubúin til að aðstoða ættleiðingarfélögin við að koma sér upp nýjum samböndum til að fjölga ættleiðingum og minnti á að í vetur var gildistími forsamþykkis lengdur þannig að aldurshámarkið á Íslandi er nú töluvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Innlent Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Dóms- og mannréttindamálaráðuneytið hefur óskað eftir skýrslu frá Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni þar sem skoðað verður hvort ástæða sé til að leyfa ættleiðingar án aðkomu félaga. Niðurstaða skal liggja fyrir ekki síðar en í október 2010. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að ef leyft væri að ættleiða á eigin vegum á Íslandi yrðu 40 til 50 börn ættleidd hingað á ári en að undanfarin fjögur ár hafi þau að jafnaði verið þrettán. „Sum ríki vilja ekki skipta við félög, til dæmis mörg ríki í Afríku þar sem slíkt er litið hornauga, mögulega vegna sögu álfunnar í tengslum við þrælahald og slíkt," segir Hörður. „Það eru rösklega hundrað pör að bíða eftir ættleiðingu og sum hver hafa beðið á fimmta ár. Það eru líka um þrjátíu einhleypir á biðlista," sagði Hörður og bætti því við að ættleiðingar án aðkomu félags væru besta lausnin fyrir þetta fólk. Ættleiðingar til Íslands taka mið af Haag-samningnum svokallaða um ættleiðingar. Í samningnum er svigrúm til þess að leyfa fólki að ættleiða án þess að það fari í gegnum félag þar sem sum ríki vilja ekki skipta við félög. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðist fyrir um þetta mál á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Í svari Rögnu Árnadóttur kom fram að ekki væri hægt að heimila ættleiðingar á eigin vegum nema til skipulagsbreytingar kæmi. „Þá þyrfti ráðuneytið að taka að sér það eftirlit sem nú er á höndum ættleiðingarfélaganna. Fjölga þyrfti þeim starfsmönnum í ráðuneytinu sem ættu að sinna ættleiðingum, auk þess sem laga- eða reglugerðarbreytingar yrðu óhjákvæmilegar," sagði Ragna. Aðspurð sagði Ragna að þetta mál hefði ekki verið tekið upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Ragna sagði að það væri mikill þrýstingur á stjórnvöld að breyta sinni framkvæmd en bætti við: „Fyrir grundvallarkerfisbreytingu tel ég að það þurfi að liggja fyrir úttekt á borð við þá sem ég hef beðið um. Þegar þessi skýrsla liggur fyrir þarf að taka afstöðu til þess en engar ákvarðanir á að taka að óathuguðu máli." Ragna segist leggja áherslu á að stjórnvöld séu reiðubúin til að aðstoða ættleiðingarfélögin við að koma sér upp nýjum samböndum til að fjölga ættleiðingum og minnti á að í vetur var gildistími forsamþykkis lengdur þannig að aldurshámarkið á Íslandi er nú töluvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum.
Innlent Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent