Innlent

Enn finnst fólk í hrakningum á Fimmvörðuhálsi

Of margir hafa vaðið út í óvissuna og orðið sér að voða. Mynd/ Anton.
Of margir hafa vaðið út í óvissuna og orðið sér að voða. Mynd/ Anton.
Björgunarsveitarmenn á Fimmvörðuhálsi fundu enn kalda og hrakta göngumenn á slóðum eldgossins seint í gærkvöldi eftir að myrkur var skollið á. Þeir leituðu af sér allan grun um fleiri, sem þannig væri ástatt um, áður en haldið var til byggða, þangað sem þeir komu um klukkan tvö í nótt. Annars var engin umferð við gosstöðvarnar Landeyja megin í nótt.

Heldur hefur dregið úr vindi á svæðinu, en spáð er norðan átta til þrettán metrum á sekúndu og að vindkæling samsvari 18 til 24 stiga frosti. Fáir skjálftar voru á svæðinu í nótt, en gosið heldur áfram.-



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×