Dalvík í 60 milljónum farsíma 27. desember 2010 10:00 Dan Bornstein, sem ber ábyrgð á því að nafn Dalvíkur hefur fengið þessa ótrúlegu útbreiðslu, heimsótti Dalvík fyrir tveimur árum. Bæjarstjórinn Svanfríður Inga gleðst yfir því að nafn bæjarins sé orðið svona útbreitt. Takið eftir bolnum sem Bornstein klæðist. Hann sýnir Eyjafjörð, en hann er framleiddur af Google. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar. Nafn Dalvíkur er nú að finna í fleiri en sextíu milljónum farsíma um allan heim. Markaðssetningin hefur þó verið sveitarfélaginu algjörlega kostnaðarlaus, enda hafði bæjarráð ekkert að gera með ákvörðunina. Dalvík er nefnilega nafn á svokallaðri Java-sýndarvél símastýrikerfisins Android frá Google. Android er eitt af vinsælustu símastýrikerfum heims um þessar mundir, en 60 milljónir Android-síma seldust á þessu ári. Dalvík Java-sýndarvélin er órjúfanlegur hluti af Android, þó að fæstir notendur átti sig almennilega á tilgangi vélarinnar. Þegar leitað er eftir upplýsingum um Android er Dalvíkurnafnið aldrei langt undan. Ekki er nóg með það, heldur er yfirleitt tekið fram að vélin sé nefnd eftir sjávarþorpi á Íslandi. Svanfríður er afar ánægð með það. „Dalvík eitt og sér segir engum neitt, en ef því er bætt aftan við að þetta sé íslenskt sjávarþorp fer þetta að fá svolitla merkingu. Það er auðvitað mjög skemmtilegt fyrir okkur hér,“ segir hún. Dalvík Java-sýndarvélin er skrifuð af hugbúnaðarverkfræðingnum Dan Bornstein. sem starfar hjá Google. Hann hefur einhvern óútskýranlegan áhuga á Dalvík og nefndi vélina í höfuðið á bænum áður en hann hafði svo lítið sem stigið fæti á íslenska grund, en hann bætti úr því fyrir rúmum tveimur árum. Bornstein segir bæinn hafa staðist væntingar sínar. „Ég kom til bæjarins viku eftir fiskidaga með kærustunni minni,“ segir hann. „Við fórum í sund og skemmtum okkur mjög vel. Það var ekki mikið um að vera í bænum þannig að við nýttum bæinn sem eins konar höfuðstöðvar og fórum í ferðir til Mývatns, á Akureyri og út í Grímsey.“ Spurður hvort samstarfsfélagarnir hjá Google hafi áhuga á Dalvík eftir að þeir fóru að sjá nafninu bregða fyrir í vinnunni segir hann þá vita talsvert meira um bæinn en áður. „Ég er reyndar sá eini sem hefur komið til Dalvíkur,“ segir hann. En er möguleiki á því að starfsmenn Google fari í hópferð til Dalvíkur? „Ég vildi að ég hefði slík áhrif. En mig langar mjög mikið að heimsækja bæinn á ný.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
„Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar. Nafn Dalvíkur er nú að finna í fleiri en sextíu milljónum farsíma um allan heim. Markaðssetningin hefur þó verið sveitarfélaginu algjörlega kostnaðarlaus, enda hafði bæjarráð ekkert að gera með ákvörðunina. Dalvík er nefnilega nafn á svokallaðri Java-sýndarvél símastýrikerfisins Android frá Google. Android er eitt af vinsælustu símastýrikerfum heims um þessar mundir, en 60 milljónir Android-síma seldust á þessu ári. Dalvík Java-sýndarvélin er órjúfanlegur hluti af Android, þó að fæstir notendur átti sig almennilega á tilgangi vélarinnar. Þegar leitað er eftir upplýsingum um Android er Dalvíkurnafnið aldrei langt undan. Ekki er nóg með það, heldur er yfirleitt tekið fram að vélin sé nefnd eftir sjávarþorpi á Íslandi. Svanfríður er afar ánægð með það. „Dalvík eitt og sér segir engum neitt, en ef því er bætt aftan við að þetta sé íslenskt sjávarþorp fer þetta að fá svolitla merkingu. Það er auðvitað mjög skemmtilegt fyrir okkur hér,“ segir hún. Dalvík Java-sýndarvélin er skrifuð af hugbúnaðarverkfræðingnum Dan Bornstein. sem starfar hjá Google. Hann hefur einhvern óútskýranlegan áhuga á Dalvík og nefndi vélina í höfuðið á bænum áður en hann hafði svo lítið sem stigið fæti á íslenska grund, en hann bætti úr því fyrir rúmum tveimur árum. Bornstein segir bæinn hafa staðist væntingar sínar. „Ég kom til bæjarins viku eftir fiskidaga með kærustunni minni,“ segir hann. „Við fórum í sund og skemmtum okkur mjög vel. Það var ekki mikið um að vera í bænum þannig að við nýttum bæinn sem eins konar höfuðstöðvar og fórum í ferðir til Mývatns, á Akureyri og út í Grímsey.“ Spurður hvort samstarfsfélagarnir hjá Google hafi áhuga á Dalvík eftir að þeir fóru að sjá nafninu bregða fyrir í vinnunni segir hann þá vita talsvert meira um bæinn en áður. „Ég er reyndar sá eini sem hefur komið til Dalvíkur,“ segir hann. En er möguleiki á því að starfsmenn Google fari í hópferð til Dalvíkur? „Ég vildi að ég hefði slík áhrif. En mig langar mjög mikið að heimsækja bæinn á ný.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira