Dalvík í 60 milljónum farsíma 27. desember 2010 10:00 Dan Bornstein, sem ber ábyrgð á því að nafn Dalvíkur hefur fengið þessa ótrúlegu útbreiðslu, heimsótti Dalvík fyrir tveimur árum. Bæjarstjórinn Svanfríður Inga gleðst yfir því að nafn bæjarins sé orðið svona útbreitt. Takið eftir bolnum sem Bornstein klæðist. Hann sýnir Eyjafjörð, en hann er framleiddur af Google. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar. Nafn Dalvíkur er nú að finna í fleiri en sextíu milljónum farsíma um allan heim. Markaðssetningin hefur þó verið sveitarfélaginu algjörlega kostnaðarlaus, enda hafði bæjarráð ekkert að gera með ákvörðunina. Dalvík er nefnilega nafn á svokallaðri Java-sýndarvél símastýrikerfisins Android frá Google. Android er eitt af vinsælustu símastýrikerfum heims um þessar mundir, en 60 milljónir Android-síma seldust á þessu ári. Dalvík Java-sýndarvélin er órjúfanlegur hluti af Android, þó að fæstir notendur átti sig almennilega á tilgangi vélarinnar. Þegar leitað er eftir upplýsingum um Android er Dalvíkurnafnið aldrei langt undan. Ekki er nóg með það, heldur er yfirleitt tekið fram að vélin sé nefnd eftir sjávarþorpi á Íslandi. Svanfríður er afar ánægð með það. „Dalvík eitt og sér segir engum neitt, en ef því er bætt aftan við að þetta sé íslenskt sjávarþorp fer þetta að fá svolitla merkingu. Það er auðvitað mjög skemmtilegt fyrir okkur hér,“ segir hún. Dalvík Java-sýndarvélin er skrifuð af hugbúnaðarverkfræðingnum Dan Bornstein. sem starfar hjá Google. Hann hefur einhvern óútskýranlegan áhuga á Dalvík og nefndi vélina í höfuðið á bænum áður en hann hafði svo lítið sem stigið fæti á íslenska grund, en hann bætti úr því fyrir rúmum tveimur árum. Bornstein segir bæinn hafa staðist væntingar sínar. „Ég kom til bæjarins viku eftir fiskidaga með kærustunni minni,“ segir hann. „Við fórum í sund og skemmtum okkur mjög vel. Það var ekki mikið um að vera í bænum þannig að við nýttum bæinn sem eins konar höfuðstöðvar og fórum í ferðir til Mývatns, á Akureyri og út í Grímsey.“ Spurður hvort samstarfsfélagarnir hjá Google hafi áhuga á Dalvík eftir að þeir fóru að sjá nafninu bregða fyrir í vinnunni segir hann þá vita talsvert meira um bæinn en áður. „Ég er reyndar sá eini sem hefur komið til Dalvíkur,“ segir hann. En er möguleiki á því að starfsmenn Google fari í hópferð til Dalvíkur? „Ég vildi að ég hefði slík áhrif. En mig langar mjög mikið að heimsækja bæinn á ný.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Sjá meira
„Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar. Nafn Dalvíkur er nú að finna í fleiri en sextíu milljónum farsíma um allan heim. Markaðssetningin hefur þó verið sveitarfélaginu algjörlega kostnaðarlaus, enda hafði bæjarráð ekkert að gera með ákvörðunina. Dalvík er nefnilega nafn á svokallaðri Java-sýndarvél símastýrikerfisins Android frá Google. Android er eitt af vinsælustu símastýrikerfum heims um þessar mundir, en 60 milljónir Android-síma seldust á þessu ári. Dalvík Java-sýndarvélin er órjúfanlegur hluti af Android, þó að fæstir notendur átti sig almennilega á tilgangi vélarinnar. Þegar leitað er eftir upplýsingum um Android er Dalvíkurnafnið aldrei langt undan. Ekki er nóg með það, heldur er yfirleitt tekið fram að vélin sé nefnd eftir sjávarþorpi á Íslandi. Svanfríður er afar ánægð með það. „Dalvík eitt og sér segir engum neitt, en ef því er bætt aftan við að þetta sé íslenskt sjávarþorp fer þetta að fá svolitla merkingu. Það er auðvitað mjög skemmtilegt fyrir okkur hér,“ segir hún. Dalvík Java-sýndarvélin er skrifuð af hugbúnaðarverkfræðingnum Dan Bornstein. sem starfar hjá Google. Hann hefur einhvern óútskýranlegan áhuga á Dalvík og nefndi vélina í höfuðið á bænum áður en hann hafði svo lítið sem stigið fæti á íslenska grund, en hann bætti úr því fyrir rúmum tveimur árum. Bornstein segir bæinn hafa staðist væntingar sínar. „Ég kom til bæjarins viku eftir fiskidaga með kærustunni minni,“ segir hann. „Við fórum í sund og skemmtum okkur mjög vel. Það var ekki mikið um að vera í bænum þannig að við nýttum bæinn sem eins konar höfuðstöðvar og fórum í ferðir til Mývatns, á Akureyri og út í Grímsey.“ Spurður hvort samstarfsfélagarnir hjá Google hafi áhuga á Dalvík eftir að þeir fóru að sjá nafninu bregða fyrir í vinnunni segir hann þá vita talsvert meira um bæinn en áður. „Ég er reyndar sá eini sem hefur komið til Dalvíkur,“ segir hann. En er möguleiki á því að starfsmenn Google fari í hópferð til Dalvíkur? „Ég vildi að ég hefði slík áhrif. En mig langar mjög mikið að heimsækja bæinn á ný.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning