Enski boltinn

Moyes fær ekki pening í félagaskiptaglugganum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Moyes, stjóri Everton.
David Moyes, stjóri Everton. Nordic Photos / Getty Images

David Moyes, stjóri Everton, segir að hann muni ekki fá pening til að kaupa leikmenn þegar að félagaskiptaglugginn opnar um áramótin.

„Það eru ekki til peningar og við getum því ekki gert langtímaáætlanir. Ég vil þess í stað fá leikmenn að láni og helst myndi ég vilja fá framherja," sagði Moyes við enska fjölmiðla.

„Það er því ekkert hæft í sögusögnum um leikmenn sem eru sagðir á leið til okkar. Það eina sem við höfum reynt að gera er að fá leikmenn á lánssamningi og þannig er staðan hjá okkur í dag."

Everton hefur átt erfitt uppdráttar í haust og er sem stendur í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 21 stig. Liðið vann þó góðan 2-1 sigur á Manchester City fyrir viku síðan og var það fyrsti sigur Everton í síðustu átta deildarleikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×