Innlent

Morðrannsókn: Húsleit hjá grunuðum manni

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Mynd / Egill

Húsleit var framkvæmd í gærkvöldi heima hjá grunuðum manni, sem var handtekinn og yfirheyrður vegna morðmálsins í Hafnarfirði stuttu eftir að morðið var framið. Þetta kemur fram á fréttamiðlinum Pressan.is.

Maðurinn var sá fyrsti sem var handtekinn og haldið yfir nótt vegna málsins en hann er á þrítugsaldri.

Samkvæmt Pressunni fór fjölmennt lið lögreglu með tæknibúnað inn á heimilið á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Nokkrum lögreglubílum var lagt utan við heimilið á meðan rannsókn stóð. Upp undir tíu manns í hvítum samfestingum önnuðust tæknivinnuna.

Ekki náðist í yfirlögregluþjón lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins né verjanda mannsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×