Barnabókahöfundur náði mynd af Lagarfljótsorminum Valur Grettisson skrifar 24. nóvember 2010 11:10 Barnabókahöfundur myndaði hugsanlega skrímsli í Lagarfljóti Barnabókahöfundurinn Huginn Þór Grétarsson ætlar sennilega að verða afkastamesti rithöfundurinn í ár en hann hefur gefið út fjórar barnabækur. Þar af var ein bókin prentuð í tíu þúsund eintökum. Þá náði Huginn mynd af því sem gæti verið Lagarfljótsormurinn. „Ég gef þær bækur út í samstarfi við American Style," segir Huginn en börn sem fara þangað að borða geta fengið bækurnar gefins. Aðspurður hvort hann sé þá orðið nokkurskonar hamborgaraskáld hlær Huginn og svarar því til að það sé margt reynt til þess að vekja athygli á sér. „Það var nú einhverntímann Bónusljóðskáld ekki satt?" spyr Huginn og bætir við: „Nei annars er málið að þegar maður er að byrja í þessu þá eru margar lokaðar dyr. Maður þarf því stundum að vera dálítið skapandi í framsetningunni." Yrkisefni Hugins eru af öllum toga. Hann segist til að mynda hafa skrifað um hrunið á Íslandi, en með sínu nefi. Þannig varð bókin „Kanínan sem fékk aldrei nóg" til. „Sú saga segir af einstaklega gráðugri kanínu sem safnar endalaust af grænmeti þar til hlass af kartöflum endar þá sögu með táknrænum hætti," segir Huginn um söguþráð bókarinnar. Ein af bókunum sem Huginnn skrifar í ár er ævintýrabók um Lagarfljótsorminn. Þá vekur athygli að með bókinni fylgir ljósmynd sem Huginn tók sjálfur árið 2008. Huginn náði hugsanlega mynd af Lagarfljótsorminum. Í bakgrunni ljósmyndarinnar má sjá eitthvað sem líkist risastórri skepnu í Lagarfljótinu. Aðspurður hvort hann telji sig hafa náð að mynda orminn svarar Huginn: „Ég veit það ekki. Þetta gæti allt eins verið eitthvað drasl." Myndin talar þó sínu máli og hún er sannarlega sérkennileg. Hana má nálgast í bókinni Lagarfljótsormurinn. Huginn segist sækja efniviðinn og andagiftina í norrænu barnahöfundana H.C. Andersen og Astrid Lindgren. Hann segist sérstaklega hrifinn af gömlu ævintýrunum. Sjálfur hefur Huginn verið ótrúlega afkastamikill síðustu þrjú ár en alls hefur hann gefið út 12 bækur og selt þær í þúsundum eintaka. Auk þess að skrifa allar bækurnar gefur hann þær allar sjálfur út undir formerkjum Óðinsauga. Teikningarnar eru eftir ýmsa listamenn, bæði íslenska sem og erlenda.Hafi einhver áhuga á að kynna sér höfundinn og bækur hans betur má nálgast frekari upplýsingar hér Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira
Barnabókahöfundurinn Huginn Þór Grétarsson ætlar sennilega að verða afkastamesti rithöfundurinn í ár en hann hefur gefið út fjórar barnabækur. Þar af var ein bókin prentuð í tíu þúsund eintökum. Þá náði Huginn mynd af því sem gæti verið Lagarfljótsormurinn. „Ég gef þær bækur út í samstarfi við American Style," segir Huginn en börn sem fara þangað að borða geta fengið bækurnar gefins. Aðspurður hvort hann sé þá orðið nokkurskonar hamborgaraskáld hlær Huginn og svarar því til að það sé margt reynt til þess að vekja athygli á sér. „Það var nú einhverntímann Bónusljóðskáld ekki satt?" spyr Huginn og bætir við: „Nei annars er málið að þegar maður er að byrja í þessu þá eru margar lokaðar dyr. Maður þarf því stundum að vera dálítið skapandi í framsetningunni." Yrkisefni Hugins eru af öllum toga. Hann segist til að mynda hafa skrifað um hrunið á Íslandi, en með sínu nefi. Þannig varð bókin „Kanínan sem fékk aldrei nóg" til. „Sú saga segir af einstaklega gráðugri kanínu sem safnar endalaust af grænmeti þar til hlass af kartöflum endar þá sögu með táknrænum hætti," segir Huginn um söguþráð bókarinnar. Ein af bókunum sem Huginnn skrifar í ár er ævintýrabók um Lagarfljótsorminn. Þá vekur athygli að með bókinni fylgir ljósmynd sem Huginn tók sjálfur árið 2008. Huginn náði hugsanlega mynd af Lagarfljótsorminum. Í bakgrunni ljósmyndarinnar má sjá eitthvað sem líkist risastórri skepnu í Lagarfljótinu. Aðspurður hvort hann telji sig hafa náð að mynda orminn svarar Huginn: „Ég veit það ekki. Þetta gæti allt eins verið eitthvað drasl." Myndin talar þó sínu máli og hún er sannarlega sérkennileg. Hana má nálgast í bókinni Lagarfljótsormurinn. Huginn segist sækja efniviðinn og andagiftina í norrænu barnahöfundana H.C. Andersen og Astrid Lindgren. Hann segist sérstaklega hrifinn af gömlu ævintýrunum. Sjálfur hefur Huginn verið ótrúlega afkastamikill síðustu þrjú ár en alls hefur hann gefið út 12 bækur og selt þær í þúsundum eintaka. Auk þess að skrifa allar bækurnar gefur hann þær allar sjálfur út undir formerkjum Óðinsauga. Teikningarnar eru eftir ýmsa listamenn, bæði íslenska sem og erlenda.Hafi einhver áhuga á að kynna sér höfundinn og bækur hans betur má nálgast frekari upplýsingar hér
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira