Niðurskurður fyrir austan: „Fólk er mjög áhyggjufullt“ Boði Logason skrifar 2. október 2010 16:45 Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar Mynd/Ísak Örn „Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. Fækka þarf sjúkrarúmum á stofnuninni úr 39 í 23 og þarf stofnunin að skera niður um tæplega hálfan milljarð. „Menn eru búnir að fá hvern niðurskurðinn af fætur öðrum og menn skilja alveg að ríkið þurfi að skera niður, en það þarf að horfa í staðsetningar á sjúkrahúsum," segir Jón Björn. Hann segir að niðurskurðinum verði mótmælt. „Við munum mótmæla, við sveitastjórnarmenn hér fyrir austan höfum rætt okkar á milli í morgun. Menn eru samstíga í því öllu," segir Jón Björn er bæjarstjórn mun funda í næstu viku. „Hér er gríðarleg útgerð, fiskvinnsla og iðnaður, þetta eru allt starfsgreinar þar sem sjúkrahúsþjónusta er nauðsynleg. Auk þess er fullt af störfum í uppnámi og mikið af fagmenntuðu fólki sem missir vinnu sína," segir hann og vonast til að farið verður yfir fjárlögin aftur. „Ég vona að stjórnvöld skoði þetta vel og vandlega." Hann segir það afskaplega sérstakt að Heilbrigðisstofnun Vesturlands sleppi betur en aðrar stofnanir. En hún er í kjördæmi Guðbjarts Hannessonar, heilbrigðisráðherra. „Hann segir sjálfur að þessar tillögur séu komnar frá Álfheiði Ingadóttur og hennar ráðherratíð. Hann segir einnig að það sé horft til þess að það sé öryggissjúkrahús út frá höfuðborgarsvæðinu. Ég vil benda á að það eru náttúruhamfarir sem geta gerst í örðum landshlutum en akkúrat þarna," segir Jón Björn og bendir á snjóflóð sem hafa fallið þar. „Ég fagna auðvitað því að þau þurfa ekki að skera niður - en ég hefði viljað sjá þetta jafnara." Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. Fækka þarf sjúkrarúmum á stofnuninni úr 39 í 23 og þarf stofnunin að skera niður um tæplega hálfan milljarð. „Menn eru búnir að fá hvern niðurskurðinn af fætur öðrum og menn skilja alveg að ríkið þurfi að skera niður, en það þarf að horfa í staðsetningar á sjúkrahúsum," segir Jón Björn. Hann segir að niðurskurðinum verði mótmælt. „Við munum mótmæla, við sveitastjórnarmenn hér fyrir austan höfum rætt okkar á milli í morgun. Menn eru samstíga í því öllu," segir Jón Björn er bæjarstjórn mun funda í næstu viku. „Hér er gríðarleg útgerð, fiskvinnsla og iðnaður, þetta eru allt starfsgreinar þar sem sjúkrahúsþjónusta er nauðsynleg. Auk þess er fullt af störfum í uppnámi og mikið af fagmenntuðu fólki sem missir vinnu sína," segir hann og vonast til að farið verður yfir fjárlögin aftur. „Ég vona að stjórnvöld skoði þetta vel og vandlega." Hann segir það afskaplega sérstakt að Heilbrigðisstofnun Vesturlands sleppi betur en aðrar stofnanir. En hún er í kjördæmi Guðbjarts Hannessonar, heilbrigðisráðherra. „Hann segir sjálfur að þessar tillögur séu komnar frá Álfheiði Ingadóttur og hennar ráðherratíð. Hann segir einnig að það sé horft til þess að það sé öryggissjúkrahús út frá höfuðborgarsvæðinu. Ég vil benda á að það eru náttúruhamfarir sem geta gerst í örðum landshlutum en akkúrat þarna," segir Jón Björn og bendir á snjóflóð sem hafa fallið þar. „Ég fagna auðvitað því að þau þurfa ekki að skera niður - en ég hefði viljað sjá þetta jafnara."
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira