Innlent

Boðað til blaðamannafundar vegna morðrannsóknar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margir hafa minnst Hannesar Helgasonar liðna daga. Mynd/ Stefán.
Margir hafa minnst Hannesar Helgasonar liðna daga. Mynd/ Stefán.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til fréttamannafundar klukkan tvö í dag. Þar verður farið almennt yfir stöðu rannsóknarinnar á andláti Hannesar Þórs Helgasonar, sem ráðinn var bani síðastliðinn sunnudag.

Lík Hannesar fannst eftir hádegi á sunnudag. Síðan þá hefur fjöldi manna verið yfirheyrður vegna málsins. Tveir hafa gist fangageymslur yfir nótt vegna yfirheyrslna. Um fjörtíu lögreglumenn hafa unnið að því að leysa málið.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær biðluðu systur Hannesar til þeirra, sem mögulega geta gefið upplýsingar sem geta gagnast til þess að leysa málið, um að gefa sig fram við lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa nokkrar ábendingar borist eftir að yfirlýsing systranna var birt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×