Umfjöllun DV gæti haft áhrif á ákvörðun FME 27. október 2010 18:33 Fjármálaeftirlitið hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir því að hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar fái að kaupa Sjóvá og óvíst hvort slíkt samþykki verði veitt, en umfjöllun DV um Heiðar Má kann að hafa áhrif á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Sem kunnugt er freistar hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar að kaupa tryggingafélagið Sjóvá. Samkvæmt lögum um vátryggingarstarfsemi skal aðili sem hyggst eignast, einn sér eða í samstarfi við aðra, virkan eignarhlut í vátryggingafélagi tilkynna Fjármálaeftirlitinu fyrir fram um áform sín og sendu Heiðar Már og félagar tilkynningu til FME fyrir þónokkru síðan. Heiðar Már sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að aðeins væri eftir undirskrift Seðlabanka Íslands, sem fer með 73 prósenta hlut í félaginu, til að klára samninga um kaupin. Í viðtali í Íslandi í dag á sunnudaginn síðastliðinn sagði Heiðar Már síðan eftirfarandi: „Ég er nú reyndar að vona að þessir samningar takist á tveimur eða þremur dögum, þá er hægt að upplýsa um að þetta takist allt saman," sagði Heiðar Már þá. Heiðar Már sagði í samtali við fréttastofu að Seðlabankinn hefði ekki enn gert upp hug sinn. Málið er hins vegar ekki svo einfalt að aðeins þurfi undirskrift Seðlabankans til að klára samningana. Samkvæmt lögum um vátryggingarstarfsemi leggur FME mat á hvort sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut sé hæfur til að eiga eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs vátryggingafélags. Við mat á hæfi viðkomandi skal m.a. höfð hliðsjón af orðspori þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut í viðkomandi vátryggingafélagi. Samkvæmt upplýsingum frá FME hefur ekki enn verið tekin ákvörðun um hvort hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá. Þær upplýsingar fengust að málið væri í vinnslu. Samkvæmt upplýsingum frá FME gæti umfjöllun DV um Heiðar Má haft áhrif á hæfi hans og meðfjárfesta hans til að eiga Sjóvá, enda er sá skilningur lagður í ákvæðið í lögunum að um sé að ræða „orðsporsáhættu í víðu samhengi." Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir því að hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar fái að kaupa Sjóvá og óvíst hvort slíkt samþykki verði veitt, en umfjöllun DV um Heiðar Má kann að hafa áhrif á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Sem kunnugt er freistar hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar að kaupa tryggingafélagið Sjóvá. Samkvæmt lögum um vátryggingarstarfsemi skal aðili sem hyggst eignast, einn sér eða í samstarfi við aðra, virkan eignarhlut í vátryggingafélagi tilkynna Fjármálaeftirlitinu fyrir fram um áform sín og sendu Heiðar Már og félagar tilkynningu til FME fyrir þónokkru síðan. Heiðar Már sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að aðeins væri eftir undirskrift Seðlabanka Íslands, sem fer með 73 prósenta hlut í félaginu, til að klára samninga um kaupin. Í viðtali í Íslandi í dag á sunnudaginn síðastliðinn sagði Heiðar Már síðan eftirfarandi: „Ég er nú reyndar að vona að þessir samningar takist á tveimur eða þremur dögum, þá er hægt að upplýsa um að þetta takist allt saman," sagði Heiðar Már þá. Heiðar Már sagði í samtali við fréttastofu að Seðlabankinn hefði ekki enn gert upp hug sinn. Málið er hins vegar ekki svo einfalt að aðeins þurfi undirskrift Seðlabankans til að klára samningana. Samkvæmt lögum um vátryggingarstarfsemi leggur FME mat á hvort sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut sé hæfur til að eiga eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs vátryggingafélags. Við mat á hæfi viðkomandi skal m.a. höfð hliðsjón af orðspori þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut í viðkomandi vátryggingafélagi. Samkvæmt upplýsingum frá FME hefur ekki enn verið tekin ákvörðun um hvort hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá. Þær upplýsingar fengust að málið væri í vinnslu. Samkvæmt upplýsingum frá FME gæti umfjöllun DV um Heiðar Má haft áhrif á hæfi hans og meðfjárfesta hans til að eiga Sjóvá, enda er sá skilningur lagður í ákvæðið í lögunum að um sé að ræða „orðsporsáhættu í víðu samhengi."
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira