Innlent

Sveitarstjóri Flóahrepps: Niðurstaða Hæstaréttar áfangasigur

Héraðsdómi er skylt að taka synjun staðfestingar umhverfisráðherra á aðalskipulagi Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun til efnislegrar meðferðar. Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, segir að niðurstaða Hæstaréttar í málinu sé áfangasigur.

Í janúar synjaði umhverfisráðherra aðalskipulagi Flóahrepps í fyrrum Villingaholtahreppi sem varðar Urriðafossvirkjun staðfestingar. Synjunin var á þeim forsendum að Landsvirkjun greiddi fyrir gerð þess hluta skipulagsins.

Flóahreppur kærði þá ákvörðun umhverfisráðherra til héraðsdóms, en héraðsdómur vísaði málinu frá þar sem vinna við nýtt aðalskipulag var hafin. Sveitarfélagið skaut frávísuninni til Hæstaréttar, sem úrskurðaði í gær að héraðsdómi væri skylt að taka efnislega afstöðu til málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×