Íslenski boltinn

Gunnlaugur: Bjóst við FH-ingum mun sterkari

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunnlagur Jónsson.
Gunnlagur Jónsson.

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var sáttur við spilamennsku sinna manna eftir 1-1 jafnteflið í Kaplakrikanum í kvöld.

„Krafturinn sem við höfum saknað í síðustu leikjum kom aftur. Maður er kannski svekktastur með að hafa ekki náð meira afgerandi forystu í þessum fína fyrri hálfleik. Sérstaklega á meðan FH-ingar voru þetta sofandi," sagði Gunnlaugur í viðtali við Stöð 2 Sport.

„Ég bjóst við FH-ingum mun sterkari í byrjun. Í seinni hálfleik kemur svo ákveðin værukærð hjá okkur í við duttum full aftarlega. Við vorum bara að bíða eftir því að leikurinn myndi klárast og þeir jöfnuðu verðskuldað."

„Leikmenn mínir voru kannski meðvitaðir um það í byrjun leiks að gengið hefur ekki verið gott undanfarið. Mér fannst liðið þó virka betur í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×