Innlent

Skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslu á Íslandi

Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
„Það er sérlega dapurt að lesa í gegnum rannsóknarskýrslu Alþingis og sjá að þeir 147 aðilar sem komu fyrir nefndina, taldi enginn þeirra sig bera ábyrgð og vísuðu á hvorn annan. Það segir meira um íslenska stjórnsýslu en þúsund orð," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Hún sat í níu manna þingmannanefnd sem vann upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem var til umræðu á þingi í dag.

Hún sagði að íslensk stjórnsýsla væri svo skelfileg að það þyrfti í raun að skipuleggja hana upp á nýtt. Hún sagði verklag óljóst, ábyrgðarsvið óskýr og formestan væri engin.

Ragnheiður gagnrýndi einnig svokallað oddvitaræði á þingi. Hún sagði dæmi til um það að tveir oddvitar stjórnmálaflokka, sem sátu í ríkisstjórn, hefðu tekið mikilvægar ákvarðanir án þess að bera það undir ríkisstjórnina sjálfa.

„Oddvitaræði er einfaldlega vont. Eins og flokksræði er skelfilegt," sagði Ragnheiður ómyrk í máli.

Ragnheiður sagði rannsóknarskýrslu Alþingis áfellisdóm yfir stjórnsýslu á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×