Eftirsóttir andfætlingar 25. nóvember 2010 18:00 Russel Crowe, Mel Gibson, Erroll Flynn og Heath Ledger eiga það allir sameiginlegt að vera frá Ástralíu og hafa átt í erfiðleikum með lífið utan hvíta tjaldsins. Ástralskir og reyndar nýsjálenskir kvikmyndagerðarmenn hafa undanfarin ár tekið Ameríku með trompi í mörgum skilningi þess orðs. Þeir eru í fremstu röð en reyna um leið að halda tryggð við heimalandið. Um helgina geta sannir aðdáendur Russells Crowe skroppið í bíó og séð dæmigerða Crowe-mynd, The Next Three Days. Að þessu sinni leikur Crowe mann sem horfir upp á eiginkonuna sína dæmda saklausa í fangelsi fyrir hrottalegt morð. Þegar henni er neitað um reynslulausn í þrígang og hennar bíður ekkert nema tuttugu ára tukthúsvist tekur Crowe til sinna ráða og reynir að frelsa hana úr fangelsi. Leikstjóri er Paul Haggis en með önnur hlutverk í myndinni fara þau Elizabeth Banks, Liam Neeson og rapparinn RZA. Crowe er í hópi þeirra andfætlinga okkar frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem hafa farið í víking til Hollywood og tekist nokkuð vel upp. Hann hefur fengið Óskarsverðlaun og verið úthlutað mörgum af bitastæðustu hlutverkum kvikmyndaborgarinnar. Um leið hefur hann verið ákaflega duglegur að koma sér í fréttir fyrir skapofsa og símakast á hótelum, nánar tiltekið í New York. Crowe, sem er fæddur á Nýja-Sjálandi en alinn upp í Ástralíu, er auðvitað ekki eini andfætlingurinn sem hefur átt í erfiðleikum með að hemja skap sitt. Það virðist vera lenska með ástralskar stórstjörnur. Erroll Flynn fór til að mynda vestur um haf og sló í gegn sem Hrói höttur. Flynn var hins vegar einnig skelfilegur drykkjumaður, sprautaði vodka í appelsínur og át þær eftir að honum var bannað að drekka á tökustað enda lést Flynn aðeins fimmtugur að aldri. Annað gott dæmi um óheillakrákuna sem eltir ástralska leikara er auðvitað Mel Gibson. Leikarinn ruddi vissulega brautina fyrir ástralska leikara og varð einn sá áhrifamesti í Hollywood. Harmsaga Gibsons er hins vegar með ólíkindum og kannski óþarfi að rifja hana upp í mörgum orðum. Honum tókst á ótrúlegan hátt að rústa orðspor sitt með ákaflega heimskulegum gjörðum utan hvíta tjaldsins. Einn mesti missir ástralskrar kvikmyndagerðar varð síðan þegar Heath Ledger féll frá langt fyrir aldur fram í lok janúar 2008, aðeins 28 ára. Ledger var á góðri leið með að skáka Gibson og Crowe með stórkostlegri frammistöðu í Brokeback Mountain og sem Jókerinn í Batman-myndinni Dark Knight þegar hann dó. Ástralskar leikkonur hafa hins vegar að mestu leyti verið til friðs utan tökustaða, ólíkt körlunum. Nicole Kidman skaust upp á stjörnuhimininn í Days of Thunder þar sem hún kynntist Tom Cruise og giftist honum. Eftir að þau skildu hefur ferill hennar tekið mikið stökk upp á við og hún verður að teljast ein skærasta kvikmyndastjarna Ástralíu fyrr og síðar. Þótt þessi fjögur hafi haldið fána Ástralíu á lofti í Ameríku þá hefur fjöldi ástralskra leikara komið ár sinni vel fyrir borð þar vestra. Cate Blanchet er til að mynda í hópi virtustu leikkvenna Hollywood um þessar mundir og leikarar á borð við Hugh Jackman, Eric Bana og Geoffrey Rush þykja eftirsóknarverðir starfskraftar. Og þótt ekki hafi farið mikið fyrir Guy Pearce þá er ferill hans í kvikmyndaborginni frábær. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Ástralskir og reyndar nýsjálenskir kvikmyndagerðarmenn hafa undanfarin ár tekið Ameríku með trompi í mörgum skilningi þess orðs. Þeir eru í fremstu röð en reyna um leið að halda tryggð við heimalandið. Um helgina geta sannir aðdáendur Russells Crowe skroppið í bíó og séð dæmigerða Crowe-mynd, The Next Three Days. Að þessu sinni leikur Crowe mann sem horfir upp á eiginkonuna sína dæmda saklausa í fangelsi fyrir hrottalegt morð. Þegar henni er neitað um reynslulausn í þrígang og hennar bíður ekkert nema tuttugu ára tukthúsvist tekur Crowe til sinna ráða og reynir að frelsa hana úr fangelsi. Leikstjóri er Paul Haggis en með önnur hlutverk í myndinni fara þau Elizabeth Banks, Liam Neeson og rapparinn RZA. Crowe er í hópi þeirra andfætlinga okkar frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem hafa farið í víking til Hollywood og tekist nokkuð vel upp. Hann hefur fengið Óskarsverðlaun og verið úthlutað mörgum af bitastæðustu hlutverkum kvikmyndaborgarinnar. Um leið hefur hann verið ákaflega duglegur að koma sér í fréttir fyrir skapofsa og símakast á hótelum, nánar tiltekið í New York. Crowe, sem er fæddur á Nýja-Sjálandi en alinn upp í Ástralíu, er auðvitað ekki eini andfætlingurinn sem hefur átt í erfiðleikum með að hemja skap sitt. Það virðist vera lenska með ástralskar stórstjörnur. Erroll Flynn fór til að mynda vestur um haf og sló í gegn sem Hrói höttur. Flynn var hins vegar einnig skelfilegur drykkjumaður, sprautaði vodka í appelsínur og át þær eftir að honum var bannað að drekka á tökustað enda lést Flynn aðeins fimmtugur að aldri. Annað gott dæmi um óheillakrákuna sem eltir ástralska leikara er auðvitað Mel Gibson. Leikarinn ruddi vissulega brautina fyrir ástralska leikara og varð einn sá áhrifamesti í Hollywood. Harmsaga Gibsons er hins vegar með ólíkindum og kannski óþarfi að rifja hana upp í mörgum orðum. Honum tókst á ótrúlegan hátt að rústa orðspor sitt með ákaflega heimskulegum gjörðum utan hvíta tjaldsins. Einn mesti missir ástralskrar kvikmyndagerðar varð síðan þegar Heath Ledger féll frá langt fyrir aldur fram í lok janúar 2008, aðeins 28 ára. Ledger var á góðri leið með að skáka Gibson og Crowe með stórkostlegri frammistöðu í Brokeback Mountain og sem Jókerinn í Batman-myndinni Dark Knight þegar hann dó. Ástralskar leikkonur hafa hins vegar að mestu leyti verið til friðs utan tökustaða, ólíkt körlunum. Nicole Kidman skaust upp á stjörnuhimininn í Days of Thunder þar sem hún kynntist Tom Cruise og giftist honum. Eftir að þau skildu hefur ferill hennar tekið mikið stökk upp á við og hún verður að teljast ein skærasta kvikmyndastjarna Ástralíu fyrr og síðar. Þótt þessi fjögur hafi haldið fána Ástralíu á lofti í Ameríku þá hefur fjöldi ástralskra leikara komið ár sinni vel fyrir borð þar vestra. Cate Blanchet er til að mynda í hópi virtustu leikkvenna Hollywood um þessar mundir og leikarar á borð við Hugh Jackman, Eric Bana og Geoffrey Rush þykja eftirsóknarverðir starfskraftar. Og þótt ekki hafi farið mikið fyrir Guy Pearce þá er ferill hans í kvikmyndaborginni frábær. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira