Innlent

Ökumaður bifhjóls tekinn fyrir farsímanotkun

Lögreglumaður á bilfhjóli stöðvaði síðdegis í gær ökumann á Vespu bifhjóli í Reykjavík, fyrir að vera að tala í síma í akstri.

Vespumaðurinn ók um með aðra hönd á stýri, og hina á farsímanum í mikilli umferð og var enn að tala þegar hann var stöðvaður.

Lögreglan telur að þetta sé í fyrsta sinn sem bifhjólamaður er stöðvaður fyrir slíkt athæfi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×