Alþingi samþykkti skýrslu þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis með öllum greiddum atkvæðum. Allir þingmennirnir 63 voru mættir í þingsal.
Strax á eftir verður farið í að greiða atkvæði um þingsályktunartillögur sem fram eru komnar frá nefndinni sem snúa að því að ákæra fyrrverandi ráðherra í hrunstjórninni svokölluðu.
Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Alþingi, með því að klikka á Horfa á myndskeið með frétt hér að ofan.