Innlent

Allir þingmenn samþykktu skýrsluna - bein útsending

Alþingi samþykkti skýrslu þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis með öllum greiddum atkvæðum. Allir þingmennirnir 63 voru mættir í þingsal.

Strax á eftir verður farið í að greiða atkvæði um þingsályktunartillögur sem fram eru komnar frá nefndinni sem snúa að því að ákæra fyrrverandi ráðherra í hrunstjórninni svokölluðu.

Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Alþingi, með því að klikka á Horfa á myndskeið með frétt hér að ofan.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×