Enski boltinn

Ferguson: Bebe spilar í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri United.
Alex Ferguson, stjóri United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Portúgalinn Bebe muni spila sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. Þá mætir liðið Scunthorpe í ensku deildabikarkeppninni.

Bebe var keyptur í sumar fyrir 7,4 milljónir punda þó svo að Alex Ferguson hafði aldrei séð hann spila, hvorki í eigin persónu eða á myndbandsupptöku.

Ferguson ætlar að nota unga leikmenn í keppninni í ár, alveg eins og í fyrra þegar liðið fór alla leið og vann keppnina.

„Við notuðum marga unga leikmenn á síðasta tímabili og þeir stóðu sig vel," sagði Ferguson á heimasíðu United. „Við munum gera slíkt hið sama gegn Scunthorpe."

„Margir ungir leikmenn munu spila. Bebe hefur verið að æfa mjög vel og mun spila í leiknum. Hið sama má segja um Federico Macheda."

„Deildabikarinn hefur reynst okkur afar gagnlegur undanfarin ár og gefið mér tækifæri að leyfa sem flestum að spila. Við höfum komist í síðustu tvo úrslitaleiki sem hefur augljósa kosti."

„Það hefur mikið að segja um þroskaferli leikmanna að spila á Wembley og keppa um medalíur."

Sjálfur segist Bebe viss um að framtíð hans hjá United sé björt. „Ég verð frábær leikmaður fyrir United. Sir Alex er ángæður með mér og vill að ég æfi meira og komist í aðalliðið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×