Lífið

Wolverine verður dökk og raunsæ

Næsta Wolverine-mynd verður að sögn Hughs Jackman raunsæisleg og dökk yfirlitum.
Næsta Wolverine-mynd verður að sögn Hughs Jackman raunsæisleg og dökk yfirlitum.
Darren Aronofsky hefur fullvissað alla aðdáendur Wolverine um að næsta mynd um þennan skæða stökkbreyti verði ekki gleðilegt framhald af X-Men Origins: Wolverine. Myndin verði dökk yfirlitum sem hefur verið vinsæl nálgun hjá virtum kvikmyndagerðarmönnum eins og Chris Nolan en hann bjargaði Batman frá glötun og Herra Frosta með því að gera söguna um Bruce Wayne eilítið „raunsæislegri“.

Miklar umræður og vangaveltur hafa verið um hvort Úlfamannamynd Aronofsky verði einhvers konar framhald en leikstjórinn segir hana eiga eftir að standa á eigin fótum. „Hún mun heita Wolverine og Hugh Jackman mun leika aðalhlutverkið,“ sagði Aronofsky.

Myndin á að fjalla um Wolverine þegar hann fellur fyrir giftri japanskri konu og um örlög þeirra. Jackman sjálfur sagði við New York Magazine að myndin yrði mun dekkri en þeir hefðu átt að venjast.

„Þetta er Wolverine, ekki Stjáni blái. Aronofsky á eftir að gera stórkostlega hluti, þetta verður safaríkt og fólk fær eitthvað til að hugsa um þegar það kemur út úr kvikmyndahúsinu. Það er næsta víst.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.