Lífið

Kennir Frökkum að taka slátur

Nanna Rögnvaldardóttir fékk til sín franskan sjónvarpsmann og sýndi  honum hvernig farið er að í sláturgerðinni.
Nanna Rögnvaldardóttir fékk til sín franskan sjónvarpsmann og sýndi honum hvernig farið er að í sláturgerðinni.

„Hann viðurkenndi að hann hefði kúgast yfir þessu," segir Nanna Rögnvaldardóttir matargúrú, sem sýndi frönskum sjónvarpsmanni í vikunni hvernig ætti að taka slátur. Franska sjónvarpsstöðin Arte var stödd hér á landi til að fjalla um hvernig Íslendingar hefðu brugðist við kreppunni sem svo skyndilega skall á þjóðinni.

„Ég fór með honum í búð til að kaupa í slátrið og svo myndaði hann alla sláturgerðina," segir Nanna, sem bauð allri fjölskyldunni í heljarinnar sláturveislu af þessu tilefni.

Í þættinum er talað við marga Íslendinga sem segja frá raunum sínum í kreppunni. Sýnt er frá troðfullum bílasölum og tómum húsum sem og því hvernig Íslendingar gera slátur. Nanna segir franska fréttamanninn hafa kannast við slátrið en þó ekki vitað hvernig það væri gert. „Hann stóð yfir mér á meðan ég gerði slátrið og leist ekkert á blikuna á tímabili, en hann borðaði þetta svo með bestu lyst," segir Nanna.

Frakkar eru mjög áhugasamir um mat og því vert að vita hvort Nanna haldi að slátrið slái í gegn í Frakklandi. „Það held ég ekki. Ég er allavega ekki viss um að þessi sjónvarpsmaður muni leggja í sláturgerðina í Frakklandi," segir Nanna og hlær.- ka














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.