Frestur til að ákæra ráðherra rennur út í lok ársins Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. mars 2010 18:45 Frestur til að sækja ráðherra til saka vegna vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins rennur út í lok þessa árs. Á meðal þeirra sem fengu bréf frá rannsóknarnefnd Alþingis vegn meintrar vanrækslu í starfi eru fyrrverandi ráðherrar sem voru í embætti haustið 2008. Hafi ráðherra bakað almenningi tjón með vanrækslu í starfi skal hann dæmdur til refsingar samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð, en Alþingi þarf að samþykkja ályktun um málshöfðun gegn einstökum ráðherrum. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota og formaður Ákærendafélags Íslands, segir að lög um ráðherraábyrgð séu barn síns tíma en ekkkert sé því til fyrirstöðu að þeim verði beitt. Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir sérstakri málstofu um ráðherraábyrgð í dag, en Helgi Magnús var meðal framsögumanna á málstofunni. Þingmannanefnd sem Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er í forsvari fyrir hefur það hlutverk að fjalla um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Eftir að hún hefur tekið ákvörðun um ákæru með þingsályktunartillögu sem er bindandi um það sakarefni sem verður til meðferðar, ef það kemur nú allt til, kýs Alþingi saksóknara og fimm manna saksóknarnefnd sem verður honum til aðstoðar. Og þá kæmi til þess að málin yrði rannsökuð sem sakamál. Þá myndi ég telja eðlilegt að lögregla kæmi að því að aðstoða saksóknarann og þingið við að yfirheyra menn með réttarstöðu samkvæmt lögum um meðferð sakamála," segir Helgi Magnús. Og lögregla mun aðstoða saksóknara Alþingis við rannsókn þessara brota sem þýðir þá að ráðherrar verða yfirheyrðir af lögreglunni? „Ég tel að það hljóti að koma til." Það er Landsdómur sem fer með og dæmir í málum gegn ráðherrum, en Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman. Samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð fyrnast brot ráðherra á þremur árum. Hvað hefur þingmannanefndin sem á að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis langan tíma til að mæla með málshöfðun? „Skipun Alþingis á sérstakri rannsóknarnefnd [...] hún í rauninni rýfur fyrningarfrestinn. Hann miðast við þrjú ár og ábyrgðin ætti að öllu jöfnu að ná til ársbyrjunar 2007. Nefndin hefur því ár til að komast að niðurstöðu um hvort saksókn fari fram eða ekki og ætti því að hafa þetta ár til þess eins og ég skil lögin," segir Helgi Magnús. Út þett ár semsagt? „Já." Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Frestur til að sækja ráðherra til saka vegna vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins rennur út í lok þessa árs. Á meðal þeirra sem fengu bréf frá rannsóknarnefnd Alþingis vegn meintrar vanrækslu í starfi eru fyrrverandi ráðherrar sem voru í embætti haustið 2008. Hafi ráðherra bakað almenningi tjón með vanrækslu í starfi skal hann dæmdur til refsingar samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð, en Alþingi þarf að samþykkja ályktun um málshöfðun gegn einstökum ráðherrum. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota og formaður Ákærendafélags Íslands, segir að lög um ráðherraábyrgð séu barn síns tíma en ekkkert sé því til fyrirstöðu að þeim verði beitt. Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir sérstakri málstofu um ráðherraábyrgð í dag, en Helgi Magnús var meðal framsögumanna á málstofunni. Þingmannanefnd sem Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er í forsvari fyrir hefur það hlutverk að fjalla um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Eftir að hún hefur tekið ákvörðun um ákæru með þingsályktunartillögu sem er bindandi um það sakarefni sem verður til meðferðar, ef það kemur nú allt til, kýs Alþingi saksóknara og fimm manna saksóknarnefnd sem verður honum til aðstoðar. Og þá kæmi til þess að málin yrði rannsökuð sem sakamál. Þá myndi ég telja eðlilegt að lögregla kæmi að því að aðstoða saksóknarann og þingið við að yfirheyra menn með réttarstöðu samkvæmt lögum um meðferð sakamála," segir Helgi Magnús. Og lögregla mun aðstoða saksóknara Alþingis við rannsókn þessara brota sem þýðir þá að ráðherrar verða yfirheyrðir af lögreglunni? „Ég tel að það hljóti að koma til." Það er Landsdómur sem fer með og dæmir í málum gegn ráðherrum, en Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman. Samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð fyrnast brot ráðherra á þremur árum. Hvað hefur þingmannanefndin sem á að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis langan tíma til að mæla með málshöfðun? „Skipun Alþingis á sérstakri rannsóknarnefnd [...] hún í rauninni rýfur fyrningarfrestinn. Hann miðast við þrjú ár og ábyrgðin ætti að öllu jöfnu að ná til ársbyrjunar 2007. Nefndin hefur því ár til að komast að niðurstöðu um hvort saksókn fari fram eða ekki og ætti því að hafa þetta ár til þess eins og ég skil lögin," segir Helgi Magnús. Út þett ár semsagt? „Já."
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira