Innlent

Ragnheiður Elín: Ég vil ekki hefnd

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með litla drengnum sem vinur hennar hitti.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með litla drengnum sem vinur hennar hitti. Mynd/Vilhelm
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi fyrir stundu að Íslendingar þurfi í sameiningu að hugsa um hvernig hægt sé að gera landið að því besta í heimi. Hún sagði einnig sögu af vini sínum.

„Vinur minn fór út að skokka þann 11. september síðastliðinn. Það var upp úr sex, rétt eftir að niðurstöður þingmannanefndarinnar voru kynntar. Hann skokkaði fram hjá sex ára gömlum dreng sem hélt á skilti þar sem stóð: Ég vil ekki hefnd." Hún sagði að drengurinn hefði verið að hlusta á sex fréttirnar og í kjölfarið farið út þar sem hann vildi sýna fólki að hann vildi ekki hefnd. „Hann hafði skrifað þetta sjálfur, því E-ið stóð vitlaust."

„Förum að hugsa um framtíð þessa drengs, hugsum í sameiningu um hvernig við getum gert þetta land að því besta í heimi. Þar sem börnin okkar hafa tækifæri og við stöndum saman, látum fortíðina vera. Við erum með gott gagn í höndnum til að læra af því sem miður fór. Við erum með rannsóknarskýrslu Alþingis, sem við getum byggt á."

Hún sagði svo. „Ég tek undir með litla drengnum. Ég vil ekki hefnd."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×