Innlent

Slökkviliðsmaður fluttur á slysadeild

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðið barðist við eld á Laugavegi 40 í kvöld við erfiðar aðstæður. Mynd/ Anton Brink.
Slökkviliðið barðist við eld á Laugavegi 40 í kvöld við erfiðar aðstæður. Mynd/ Anton Brink.
Einn slökkviliðsmaður var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir slökkvistarf á Laugavegi 40 í kvöld. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk af varðstofu slökkviliðsins er líklegt að maðurinn hafi ofreynt sig í starfi.

Eldurinn kom upp í risi á húsinu og slökkvistarf var flókið. Rífa þurfti hluta af þaki á húsinu. Að auki voru nokkrar skemmdir á risi hússins.

Slökkvistarfi lauk um hálfeitt í nótt, en vakt verður við húsið eitthvað frameftir nóttu. Íbúar hússins fá ekki að gista í því í nótt. Einn maður þáði gistingu á vegum Rauða krossins.


Tengdar fréttir

Köttum bjargað úr eldsvoða

Slökkviliðið er byrjað að rjúfa þakið á Laugavegi 40. Þaðan leggur mikinn reyk og er óttast að það hafi kviknað í þakinu.

Eldur á Laugavegi

Mjög mikinn reyk leggur frá Laugavegi 40 og 40a. Allar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar á staðinn. Ekki er vitað hvort um hversu mikinn eld er að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×