Íslenski boltinn

Bjarni: Eigum ekki að þurfa að bjarga stigi gegn Haukum

Jón Júlíus Karlsson skrifar

„Við höfðum trú á því í hálfleik að við gætum jafnað þennan leik og komist yfir. Það er hins vegar of seint að hefja leikinn fyrir alvöru þegar tíu mínútur eru eftir,“ sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR eftir 3-3 jafntefli við Hauka í kvöld í 12. umferð Pepsi-deildar karla.

„Eftir að við komust yfir í upphafi leiks þá hættum við að spila eins og lagt var upp með. Það er ekki nóg að leika vel síðustu mínúturnar og eigum ekki að þurfa að bjarga stigi á móti Haukum. Með fullri virðingu fyrir þessu liði þá eigum við að vinna Hauka.“

Stórt spurningamerki má setja við varnarleik þeirra röndóttu í kvöld sem var ekki upp á marga fiska.

„Við erum ekki að verjast nógu vel, það gefur auga leið. Við erum að fá á okkur sex mörk í tveimur leikjum og þurfum að verjast miklu betur sem lið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×