Danir setja hundrað milljónir í fyrstu mynd Rúnars 24. september 2010 00:01 Danir virðast hafa mikla trú á Rúnari Rúnarssyni en New Danish Screen ákvað að styrkja kvikmynd hans, The Volcano, um rúmar hundrað milljónir íslenskra króna. Fréttablaðið/Pjetur Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson fékk í gær staðfestingu á því að kvikmyndasjóðurinn New Danish Screen, sem er stofnun innan dönsku kvikmyndamiðstöðvarinnar, myndi styrkja gerð kvikmyndarinnar The Volcano um hundrað og fjórar milljónir, eða fimm milljónir danskra. Þetta þykir einstakt þar sem kvikmyndin er alfarið leikin á íslensku, tekin upp hér á landi með íslensku starfsfólki og aðalleikurum. „Þetta sýnir bara hversu mikla trú þeir hafa á Rúnari, myndin er nefnilega eins íslensk og sviðasulta,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá framleiðslufyrirtækinu ZikZak sem framleiðir myndina. Þórir bætir því við að inn í þessari fjárhæð sé sjónvarpssala til dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. „Þetta er einfaldlega mikil stuðningsyfirlýsing við hans kvikmyndagerð og við gætum ekki verið glaðari,“ segir Þórir. Dagur Kári fékk hærri styrk á sínum tíma fyrir kvikmyndina Voksne Mennesker en sú mynd var öll tekin upp í Kaupmannahöfn, var leikin á dönsku og með dönskum leikurum í aðalhlutverkum. New Danish Screen er ætlað að styðja og styrkja unga og upprennandi danska kvikmyndagerðarmenn en Rúnar útskrifaðist sem kunnugt er úr Konunglega danska kvikmyndaháskólanum fyrir skemmstu. Stuttmyndir sem hann gerði á námsárunum vöktu mikla athygli, Síðasti bærinn í dalnum var til að mynda tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stuttmynd ársins og stuttmyndirnar Smáfuglar og Anna hafa farið sigurför um heiminn. Eldfjallið fjallar um mann, sem er að fara á eftirlaun og á erfitt með að tjá tilfinningar sínar en þetta er fyrsta kvikmynd Rúnars í fullri lengd. Fyrstu prufutökur voru í gær en formlegar tökur hefjast í dag. Að sögn Þóris verður tökuliðið að mestu leyti í Reykjavík og Kópavogi. „Og svo verðum við nokkra daga í Vestmannaeyjum.“ Eyjarnar eru því að verða nokkuð vinsæll áningastaður meðal kvikmyndagerðarmanna því Djúpið eftir Baltasar Kormák var að mestu leyti gerð þar og svo stendur til að kvikmynda mynd um Skólahreysti úti í Eyjum. „Þetta er náttúrlega fáránleg tilviljun en ein aðalpersónan hefur tengingu við Eyjar sem skýrir kannski svolítið nafnið á myndinni,“ segir Þórir en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson fékk í gær staðfestingu á því að kvikmyndasjóðurinn New Danish Screen, sem er stofnun innan dönsku kvikmyndamiðstöðvarinnar, myndi styrkja gerð kvikmyndarinnar The Volcano um hundrað og fjórar milljónir, eða fimm milljónir danskra. Þetta þykir einstakt þar sem kvikmyndin er alfarið leikin á íslensku, tekin upp hér á landi með íslensku starfsfólki og aðalleikurum. „Þetta sýnir bara hversu mikla trú þeir hafa á Rúnari, myndin er nefnilega eins íslensk og sviðasulta,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá framleiðslufyrirtækinu ZikZak sem framleiðir myndina. Þórir bætir því við að inn í þessari fjárhæð sé sjónvarpssala til dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. „Þetta er einfaldlega mikil stuðningsyfirlýsing við hans kvikmyndagerð og við gætum ekki verið glaðari,“ segir Þórir. Dagur Kári fékk hærri styrk á sínum tíma fyrir kvikmyndina Voksne Mennesker en sú mynd var öll tekin upp í Kaupmannahöfn, var leikin á dönsku og með dönskum leikurum í aðalhlutverkum. New Danish Screen er ætlað að styðja og styrkja unga og upprennandi danska kvikmyndagerðarmenn en Rúnar útskrifaðist sem kunnugt er úr Konunglega danska kvikmyndaháskólanum fyrir skemmstu. Stuttmyndir sem hann gerði á námsárunum vöktu mikla athygli, Síðasti bærinn í dalnum var til að mynda tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stuttmynd ársins og stuttmyndirnar Smáfuglar og Anna hafa farið sigurför um heiminn. Eldfjallið fjallar um mann, sem er að fara á eftirlaun og á erfitt með að tjá tilfinningar sínar en þetta er fyrsta kvikmynd Rúnars í fullri lengd. Fyrstu prufutökur voru í gær en formlegar tökur hefjast í dag. Að sögn Þóris verður tökuliðið að mestu leyti í Reykjavík og Kópavogi. „Og svo verðum við nokkra daga í Vestmannaeyjum.“ Eyjarnar eru því að verða nokkuð vinsæll áningastaður meðal kvikmyndagerðarmanna því Djúpið eftir Baltasar Kormák var að mestu leyti gerð þar og svo stendur til að kvikmynda mynd um Skólahreysti úti í Eyjum. „Þetta er náttúrlega fáránleg tilviljun en ein aðalpersónan hefur tengingu við Eyjar sem skýrir kannski svolítið nafnið á myndinni,“ segir Þórir en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira