Danir setja hundrað milljónir í fyrstu mynd Rúnars 24. september 2010 00:01 Danir virðast hafa mikla trú á Rúnari Rúnarssyni en New Danish Screen ákvað að styrkja kvikmynd hans, The Volcano, um rúmar hundrað milljónir íslenskra króna. Fréttablaðið/Pjetur Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson fékk í gær staðfestingu á því að kvikmyndasjóðurinn New Danish Screen, sem er stofnun innan dönsku kvikmyndamiðstöðvarinnar, myndi styrkja gerð kvikmyndarinnar The Volcano um hundrað og fjórar milljónir, eða fimm milljónir danskra. Þetta þykir einstakt þar sem kvikmyndin er alfarið leikin á íslensku, tekin upp hér á landi með íslensku starfsfólki og aðalleikurum. „Þetta sýnir bara hversu mikla trú þeir hafa á Rúnari, myndin er nefnilega eins íslensk og sviðasulta,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá framleiðslufyrirtækinu ZikZak sem framleiðir myndina. Þórir bætir því við að inn í þessari fjárhæð sé sjónvarpssala til dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. „Þetta er einfaldlega mikil stuðningsyfirlýsing við hans kvikmyndagerð og við gætum ekki verið glaðari,“ segir Þórir. Dagur Kári fékk hærri styrk á sínum tíma fyrir kvikmyndina Voksne Mennesker en sú mynd var öll tekin upp í Kaupmannahöfn, var leikin á dönsku og með dönskum leikurum í aðalhlutverkum. New Danish Screen er ætlað að styðja og styrkja unga og upprennandi danska kvikmyndagerðarmenn en Rúnar útskrifaðist sem kunnugt er úr Konunglega danska kvikmyndaháskólanum fyrir skemmstu. Stuttmyndir sem hann gerði á námsárunum vöktu mikla athygli, Síðasti bærinn í dalnum var til að mynda tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stuttmynd ársins og stuttmyndirnar Smáfuglar og Anna hafa farið sigurför um heiminn. Eldfjallið fjallar um mann, sem er að fara á eftirlaun og á erfitt með að tjá tilfinningar sínar en þetta er fyrsta kvikmynd Rúnars í fullri lengd. Fyrstu prufutökur voru í gær en formlegar tökur hefjast í dag. Að sögn Þóris verður tökuliðið að mestu leyti í Reykjavík og Kópavogi. „Og svo verðum við nokkra daga í Vestmannaeyjum.“ Eyjarnar eru því að verða nokkuð vinsæll áningastaður meðal kvikmyndagerðarmanna því Djúpið eftir Baltasar Kormák var að mestu leyti gerð þar og svo stendur til að kvikmynda mynd um Skólahreysti úti í Eyjum. „Þetta er náttúrlega fáránleg tilviljun en ein aðalpersónan hefur tengingu við Eyjar sem skýrir kannski svolítið nafnið á myndinni,“ segir Þórir en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson fékk í gær staðfestingu á því að kvikmyndasjóðurinn New Danish Screen, sem er stofnun innan dönsku kvikmyndamiðstöðvarinnar, myndi styrkja gerð kvikmyndarinnar The Volcano um hundrað og fjórar milljónir, eða fimm milljónir danskra. Þetta þykir einstakt þar sem kvikmyndin er alfarið leikin á íslensku, tekin upp hér á landi með íslensku starfsfólki og aðalleikurum. „Þetta sýnir bara hversu mikla trú þeir hafa á Rúnari, myndin er nefnilega eins íslensk og sviðasulta,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá framleiðslufyrirtækinu ZikZak sem framleiðir myndina. Þórir bætir því við að inn í þessari fjárhæð sé sjónvarpssala til dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. „Þetta er einfaldlega mikil stuðningsyfirlýsing við hans kvikmyndagerð og við gætum ekki verið glaðari,“ segir Þórir. Dagur Kári fékk hærri styrk á sínum tíma fyrir kvikmyndina Voksne Mennesker en sú mynd var öll tekin upp í Kaupmannahöfn, var leikin á dönsku og með dönskum leikurum í aðalhlutverkum. New Danish Screen er ætlað að styðja og styrkja unga og upprennandi danska kvikmyndagerðarmenn en Rúnar útskrifaðist sem kunnugt er úr Konunglega danska kvikmyndaháskólanum fyrir skemmstu. Stuttmyndir sem hann gerði á námsárunum vöktu mikla athygli, Síðasti bærinn í dalnum var til að mynda tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stuttmynd ársins og stuttmyndirnar Smáfuglar og Anna hafa farið sigurför um heiminn. Eldfjallið fjallar um mann, sem er að fara á eftirlaun og á erfitt með að tjá tilfinningar sínar en þetta er fyrsta kvikmynd Rúnars í fullri lengd. Fyrstu prufutökur voru í gær en formlegar tökur hefjast í dag. Að sögn Þóris verður tökuliðið að mestu leyti í Reykjavík og Kópavogi. „Og svo verðum við nokkra daga í Vestmannaeyjum.“ Eyjarnar eru því að verða nokkuð vinsæll áningastaður meðal kvikmyndagerðarmanna því Djúpið eftir Baltasar Kormák var að mestu leyti gerð þar og svo stendur til að kvikmynda mynd um Skólahreysti úti í Eyjum. „Þetta er náttúrlega fáránleg tilviljun en ein aðalpersónan hefur tengingu við Eyjar sem skýrir kannski svolítið nafnið á myndinni,“ segir Þórir en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira