Danir setja hundrað milljónir í fyrstu mynd Rúnars 24. september 2010 00:01 Danir virðast hafa mikla trú á Rúnari Rúnarssyni en New Danish Screen ákvað að styrkja kvikmynd hans, The Volcano, um rúmar hundrað milljónir íslenskra króna. Fréttablaðið/Pjetur Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson fékk í gær staðfestingu á því að kvikmyndasjóðurinn New Danish Screen, sem er stofnun innan dönsku kvikmyndamiðstöðvarinnar, myndi styrkja gerð kvikmyndarinnar The Volcano um hundrað og fjórar milljónir, eða fimm milljónir danskra. Þetta þykir einstakt þar sem kvikmyndin er alfarið leikin á íslensku, tekin upp hér á landi með íslensku starfsfólki og aðalleikurum. „Þetta sýnir bara hversu mikla trú þeir hafa á Rúnari, myndin er nefnilega eins íslensk og sviðasulta,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá framleiðslufyrirtækinu ZikZak sem framleiðir myndina. Þórir bætir því við að inn í þessari fjárhæð sé sjónvarpssala til dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. „Þetta er einfaldlega mikil stuðningsyfirlýsing við hans kvikmyndagerð og við gætum ekki verið glaðari,“ segir Þórir. Dagur Kári fékk hærri styrk á sínum tíma fyrir kvikmyndina Voksne Mennesker en sú mynd var öll tekin upp í Kaupmannahöfn, var leikin á dönsku og með dönskum leikurum í aðalhlutverkum. New Danish Screen er ætlað að styðja og styrkja unga og upprennandi danska kvikmyndagerðarmenn en Rúnar útskrifaðist sem kunnugt er úr Konunglega danska kvikmyndaháskólanum fyrir skemmstu. Stuttmyndir sem hann gerði á námsárunum vöktu mikla athygli, Síðasti bærinn í dalnum var til að mynda tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stuttmynd ársins og stuttmyndirnar Smáfuglar og Anna hafa farið sigurför um heiminn. Eldfjallið fjallar um mann, sem er að fara á eftirlaun og á erfitt með að tjá tilfinningar sínar en þetta er fyrsta kvikmynd Rúnars í fullri lengd. Fyrstu prufutökur voru í gær en formlegar tökur hefjast í dag. Að sögn Þóris verður tökuliðið að mestu leyti í Reykjavík og Kópavogi. „Og svo verðum við nokkra daga í Vestmannaeyjum.“ Eyjarnar eru því að verða nokkuð vinsæll áningastaður meðal kvikmyndagerðarmanna því Djúpið eftir Baltasar Kormák var að mestu leyti gerð þar og svo stendur til að kvikmynda mynd um Skólahreysti úti í Eyjum. „Þetta er náttúrlega fáránleg tilviljun en ein aðalpersónan hefur tengingu við Eyjar sem skýrir kannski svolítið nafnið á myndinni,“ segir Þórir en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson fékk í gær staðfestingu á því að kvikmyndasjóðurinn New Danish Screen, sem er stofnun innan dönsku kvikmyndamiðstöðvarinnar, myndi styrkja gerð kvikmyndarinnar The Volcano um hundrað og fjórar milljónir, eða fimm milljónir danskra. Þetta þykir einstakt þar sem kvikmyndin er alfarið leikin á íslensku, tekin upp hér á landi með íslensku starfsfólki og aðalleikurum. „Þetta sýnir bara hversu mikla trú þeir hafa á Rúnari, myndin er nefnilega eins íslensk og sviðasulta,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá framleiðslufyrirtækinu ZikZak sem framleiðir myndina. Þórir bætir því við að inn í þessari fjárhæð sé sjónvarpssala til dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. „Þetta er einfaldlega mikil stuðningsyfirlýsing við hans kvikmyndagerð og við gætum ekki verið glaðari,“ segir Þórir. Dagur Kári fékk hærri styrk á sínum tíma fyrir kvikmyndina Voksne Mennesker en sú mynd var öll tekin upp í Kaupmannahöfn, var leikin á dönsku og með dönskum leikurum í aðalhlutverkum. New Danish Screen er ætlað að styðja og styrkja unga og upprennandi danska kvikmyndagerðarmenn en Rúnar útskrifaðist sem kunnugt er úr Konunglega danska kvikmyndaháskólanum fyrir skemmstu. Stuttmyndir sem hann gerði á námsárunum vöktu mikla athygli, Síðasti bærinn í dalnum var til að mynda tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stuttmynd ársins og stuttmyndirnar Smáfuglar og Anna hafa farið sigurför um heiminn. Eldfjallið fjallar um mann, sem er að fara á eftirlaun og á erfitt með að tjá tilfinningar sínar en þetta er fyrsta kvikmynd Rúnars í fullri lengd. Fyrstu prufutökur voru í gær en formlegar tökur hefjast í dag. Að sögn Þóris verður tökuliðið að mestu leyti í Reykjavík og Kópavogi. „Og svo verðum við nokkra daga í Vestmannaeyjum.“ Eyjarnar eru því að verða nokkuð vinsæll áningastaður meðal kvikmyndagerðarmanna því Djúpið eftir Baltasar Kormák var að mestu leyti gerð þar og svo stendur til að kvikmynda mynd um Skólahreysti úti í Eyjum. „Þetta er náttúrlega fáránleg tilviljun en ein aðalpersónan hefur tengingu við Eyjar sem skýrir kannski svolítið nafnið á myndinni,“ segir Þórir en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels