Fær ekki að flytja með fjölskyldu sína heim Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 27. ágúst 2010 18:30 Íslenskur maður hefur í tæpt ár reynt að flytjast með konu sína og dóttur til Íslands frá Dóminíska lýðveldinu, en Útlendingastofnun hefur ekki fallist á gögn sem sýna fram á forsjá barnsins. Skúli Þór Hafsteinsson eignaðist dótturina Liönu Charitte í desember árið 2008, en hún fæddist í Dóminíska lýðveldinu. Í ágúst á síðasta ári giftist hann svo barnsmóður sinni, Önu Jarilyf, en fljótlega eftir það fór Skúli að huga að því að flytja með konu og barn til Íslands. Það gekk greiðlega að útvega móðurinni dvalarleyfi, en hins vegar hefur Útlendingastofnun ekki enn veitt litlu stúlkunni dvalarleyfi. Að sögn Skúla hefur stofnunin krafist gagna um forsjá barnsins áður en slíkt leyfi er veitt. Hann hefur lagt fram ýmis gögn, nú síðast yfirlýsingu tveggja votta um forsjána, en hún er stimpluð og undirrituð af dóminískum lögbókanda, saksóknaraembætti og utanríkisráðuneyti. Útlendingastofnun hefur ekki tekið forsjáryfirlýsinguna gilda, en betri gögn munu einfaldlega ekki standa til boða í ríkinu. Skúli hefur dvalist í Dóminíska lýðveldinu undanfarnar vikur og segist upplifa vanlíðan vegna hinna miklu tafa á málinu, og fjárhagslegt högg vegna þeirra sé einnig mikið. „Mér líður alveg hræðilega. Það er ekki gott að hugsa til þess á kvöldin að sjá fram á að fara einn heim. Það er skelfileg tilhugsun." Skúli segir Útlendingastofnun mega skammast sín vegna málsins. Nú huga Skúli og aðstandendur hans að því að útvega Liönu íslenskan ríkisborgararétt svo hún geti flust til landsins sem Íslendingur, en þeim hafði ekki verið bent á þann möguleika fyrr. Talsmaður Útlendingastofnunar segir í samtali við fréttastofu að stofnunin hafi ekki heimild til að tjá sig um einstök mál. Almennt hvíli sú skylda þó á Útlendingastofnun að tryggja að hafið sé yfir vafa hver fer með forsjá barns áður en því er veitt dvalarleyfi á Íslandi. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Íslenskur maður hefur í tæpt ár reynt að flytjast með konu sína og dóttur til Íslands frá Dóminíska lýðveldinu, en Útlendingastofnun hefur ekki fallist á gögn sem sýna fram á forsjá barnsins. Skúli Þór Hafsteinsson eignaðist dótturina Liönu Charitte í desember árið 2008, en hún fæddist í Dóminíska lýðveldinu. Í ágúst á síðasta ári giftist hann svo barnsmóður sinni, Önu Jarilyf, en fljótlega eftir það fór Skúli að huga að því að flytja með konu og barn til Íslands. Það gekk greiðlega að útvega móðurinni dvalarleyfi, en hins vegar hefur Útlendingastofnun ekki enn veitt litlu stúlkunni dvalarleyfi. Að sögn Skúla hefur stofnunin krafist gagna um forsjá barnsins áður en slíkt leyfi er veitt. Hann hefur lagt fram ýmis gögn, nú síðast yfirlýsingu tveggja votta um forsjána, en hún er stimpluð og undirrituð af dóminískum lögbókanda, saksóknaraembætti og utanríkisráðuneyti. Útlendingastofnun hefur ekki tekið forsjáryfirlýsinguna gilda, en betri gögn munu einfaldlega ekki standa til boða í ríkinu. Skúli hefur dvalist í Dóminíska lýðveldinu undanfarnar vikur og segist upplifa vanlíðan vegna hinna miklu tafa á málinu, og fjárhagslegt högg vegna þeirra sé einnig mikið. „Mér líður alveg hræðilega. Það er ekki gott að hugsa til þess á kvöldin að sjá fram á að fara einn heim. Það er skelfileg tilhugsun." Skúli segir Útlendingastofnun mega skammast sín vegna málsins. Nú huga Skúli og aðstandendur hans að því að útvega Liönu íslenskan ríkisborgararétt svo hún geti flust til landsins sem Íslendingur, en þeim hafði ekki verið bent á þann möguleika fyrr. Talsmaður Útlendingastofnunar segir í samtali við fréttastofu að stofnunin hafi ekki heimild til að tjá sig um einstök mál. Almennt hvíli sú skylda þó á Útlendingastofnun að tryggja að hafið sé yfir vafa hver fer með forsjá barns áður en því er veitt dvalarleyfi á Íslandi.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira