Innlent

Sóley kallar á viðræður við Norðurál

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG.
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG.

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG,  leggur til að leitað verði eftir viðræðum við Norðurál um raforkusölusamninga með það að markmiði að auka tekjur Orkuveitu Reykjavíkur. Hún segir að tillögur Orkuveitunnar um gjaldskrárhækkanir hefðu þurft aukna „pólitíska rýningu" af hálfu stjórnar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sóleyju. Tillögu hennar um að leita eftir viðræðum við Norðurál var frestað. Í yfirlýsingu Sóleyjar kemur jafnframt fram að gjaldskrárhækkanirnar komi við hvert einasta heimili í borginni og því sé óboðlegt að ekki skuli liggja fyrir pólitísk útfærsla á aðgerðunum.

„Engin lína hefur verið lögð um það hvernig hagræðingin skuli nást, hvort segja þurfi upp fólki, lækka þurfi laun eða annan rekstrarkostnað, hvort fara eigi blandaða leið eða hvernig sú leið komi þá til með að líta út. Að sama skapi liggur ekkert fyrir um hvort þjónusta fyrirtækisins verði skert eða hvernig," segir Sóley.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×