Vilja draga umsókn til baka 15. júní 2010 06:00 Bjarni Benediktsson Þingmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi, utan Samfylkingarinnar, lögðu í gær fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Flutningsmaður tillögunnar er Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auk hennar standa þau Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, að tillögunni. „Ég styð tillöguna, enda tel ég misráðið að standa í aðildarviðræðum eins og sakir standa,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Unnið var að því í gær að semja um starfslok Alþingis, og hvaða málum þingið muni ljúka áður en þingmenn fara í sumarfrí. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja með öllu útilokað að tillagan, sem lögð var fram í gær, verði afgreidd fyrir þinglok. Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Alls greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 28 greiddu atkvæði gegn henni. Tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði. Fram kom í könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna andriki.is að tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu tóku teldu rétt að íslensk stjórnvöld drægju umsókn sína um aðild að ESB til baka. Bjarni segir að niðurstöðurnar komi ekki á óvart, það virðist vera að renna upp fyrir þjóðinni að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar hafi verið röng. Sjálfstæðismenn hafi lagt til að þjóðin fái að greiða um það atkvæði hvort fara eigi í aðildarviðræður. Misráðið hafi verið að fara í viðræður án þess að um það væri breið samstaða meðal þjóðarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir afstöðuna enn meira afgerandi en hann hafði átt von á. Það rími við það sem hann hafi sagt þegar fjallað var um aðildarumsóknina á Alþingi. Þetta sé ekki rétti tíminn fyrir slíkar viðræður. Birgitta Jónsdóttir í Hreyfingunni segist vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fara eigi í aðildarviðræður, og hefur lagt fram frumvarp um málið á Alþingi. Hún segir að halda hefði átt slíka atkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eða Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær. brjann@frettabladid.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fréttir Innlent Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Þingmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi, utan Samfylkingarinnar, lögðu í gær fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Flutningsmaður tillögunnar er Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auk hennar standa þau Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, að tillögunni. „Ég styð tillöguna, enda tel ég misráðið að standa í aðildarviðræðum eins og sakir standa,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Unnið var að því í gær að semja um starfslok Alþingis, og hvaða málum þingið muni ljúka áður en þingmenn fara í sumarfrí. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja með öllu útilokað að tillagan, sem lögð var fram í gær, verði afgreidd fyrir þinglok. Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Alls greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 28 greiddu atkvæði gegn henni. Tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði. Fram kom í könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna andriki.is að tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu tóku teldu rétt að íslensk stjórnvöld drægju umsókn sína um aðild að ESB til baka. Bjarni segir að niðurstöðurnar komi ekki á óvart, það virðist vera að renna upp fyrir þjóðinni að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar hafi verið röng. Sjálfstæðismenn hafi lagt til að þjóðin fái að greiða um það atkvæði hvort fara eigi í aðildarviðræður. Misráðið hafi verið að fara í viðræður án þess að um það væri breið samstaða meðal þjóðarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir afstöðuna enn meira afgerandi en hann hafði átt von á. Það rími við það sem hann hafi sagt þegar fjallað var um aðildarumsóknina á Alþingi. Þetta sé ekki rétti tíminn fyrir slíkar viðræður. Birgitta Jónsdóttir í Hreyfingunni segist vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fara eigi í aðildarviðræður, og hefur lagt fram frumvarp um málið á Alþingi. Hún segir að halda hefði átt slíka atkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eða Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær. brjann@frettabladid.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Fréttir Innlent Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira