Innlent

Vilja hjólavefsjá í Reykjavík

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á sæti í umhverfis- og samgönguráði.
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á sæti í umhverfis- og samgönguráði. Mynd/Anton Brink
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur lögðu í dag til að gerð verði hjólavefsjá fyrir Reykjavík. Tillagan gerir ráð fyrir að vefsjáin verði gagnvirk vegvísun sem sýni borgarbúum á einfaldan hátt hvernig hjólafólk kemst frá A til B á sem fljótlegastan og öruggastan hátt, að því er fram kemur í tilkynningu frá Gísla Marteini Baldurssyni borgarfulltrúa. Hann segir að í hverjum mánuði aukist fjöldi þeirra sem hjóla í borginni og að hjólavefsjá myndi gera hjólreiðar að öruggari og aðgengilegri kosti fyrir hjólreiðafólk.

Gísli segir að í vefsjánni gætu borgarbúar geti slegið inn upphafsstað og leiðarenda, og vefurinn komi til með að sýna um leið fljótlegustu leiðina, öruggustu leiðina, vegalengd og ferðatíma. Notendur gætu sent leiðina í GPS-tæki eða farsíma.

„Í hverjum mánuði eykst fjöldi þeirra sem hjóla í borginni, og vefsjáin er ekki síst hugsuð fyrir þá sem eru að skipta yfir í þennan ódýra og skemmtilega samgöngumáta. Með hjólavefsjánni geta þeir fundið út hver öruggasta leiðin er á milli heimilis og vinnu, og ég er ekki í vafa um að mörgum kemur á óvart hversu þægilegt og fljótlegt er að komast á milli staða á hjólinu," segir Gísli.

Gísli bendir á erlendir fyrirmyndir eins og í Seattle í Bandaríkjunum þar sem forrit sýni ekki aðeins leiðina, heldur einnig hversu flöt eða hæðótt hún er. Einföld útgáfa af svona kerfi er þegar í notkun á höfuðborgarsvæðinu fyrir strætó á www.straeto.is, að sögn Gísla.

Gísli segir að meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í umhverfis- og samgönguráði hafi frestað tillögunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.