Tíska og hönnun

Fjórir hönnuðir fengu fjórar milljónir Auroru

Una Hlín hlaut styrk til viðskiptaráðgjafar með fatamerki sitt Royal Extreme. Fréttablaðið/Anton
Una Hlín hlaut styrk til viðskiptaráðgjafar með fatamerki sitt Royal Extreme. Fréttablaðið/Anton

Vorúthlutun Hönnunarsjóðs Auroru og sú fjórða frá því sjóðurinn var stofnaður fór fram í gær.

Fjórum milljónum króna var úthlutað. Þeir sem hlutu styrki voru Hreinn Bernharðsson til starfsreynslu hjá Hrafnkeli Birgissyni, Hafsteinn Júlíusson til vöruþróunar og markaðssetningar erlendis á vörulínu sinni HAF, Sigríður Sigurjónsdóttir til sýningahalds í SPARK design space og Una Hlín Kristjánsdóttir sem hlaut styrk til viðskiptaráðgjafar með fatamerki sitt Royal Extreme.

Hönnunarsjóðurinn mun einnig veita viðurkenningar í fatahönnunarsýningu LungA, listahátíð ungs fólks í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×