Innlent

Kynnir rannsóknarskýrsluna fyrir þingforsetum

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kynnt í Iðnó 12. apríl. Páll sést hér með Sigríði Benediktsdóttur. Auk þeirra átti Tryggvi Gunnarsson sæti í nefndinni.
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kynnt í Iðnó 12. apríl. Páll sést hér með Sigríði Benediktsdóttur. Auk þeirra átti Tryggvi Gunnarsson sæti í nefndinni. Mynd/Pjetur
Páll Hreinsson, hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndar Alþingis, gerir grein fyrir störfum nefndarinnar á árlegum fundi forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem fer fram í Reykjavík í dag. Í erindi sínu mun Páll fara yfir hvernig staðið var að rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna haustið 2008.

Á fundinum ræða forsetarnir auk þess sameiginleg verkefni þjóðþinganna og notkun upplýsingatækni við þingstörf. Þá verður greint frá því sem er efst á baugi í stjórnmálum á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Þingforsetarnir koma einnig til með að ræða um þátttöku þjóðþinganna í alþjóðlegu þingmannasamstarfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×