Innlent

Hæstiréttur vísar kæru Sigurðar frá

Hæstiréttur hefur vísað frá kæru Sigurðar Einarssonar fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings sem kærði alþjóðlega handtökuskipun sem gefin hefur verið út á hendur honum vegna rannsóknar á meintum brotum fyrrverandi stjórnenda Kaupþings.

Sigurður hefur ekki viljað koma hingað til lands þrátt fyirir ítrekaðar óskir sérstaks saksóknara og þrátt fyrir að Interpol hafi lýst eftir honum. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari staðfestir að Hæstiréttur hafi vísað kæru Sigurðar frá dómi. Ennfremur segir Ólafur að Hæstiréttur hafi staðfest farbannsúrskurð yfir Magnúsi Guðmundssyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg.

Þá greinir Viðskiptablaðið frá því að Hæstiréttur hafi ekki enn tekið ákvörðun í máli Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings hér á landi en Hreiðar kærði einnig farbannsúrskurð yfir sér til Hæstaréttar. Að sögn blaðsins er búist við því að dómur Hæstaréttar í því máli falli í dag eða á morgun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×