Ingibjörg Sólrún: Hafði ekki forsendur til að draga orð sérfræðinga í efa 12. apríl 2010 21:02 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, er ekki talin hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi samkvæmt Rannsóknarskýrslunni. MYND/Anton Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segist ekki hafa haft neinar forsendur til þess að draga greiningar sérfróðra manna og eftirlitsaðila um varnir efnahagskerfisins í efa. Þá hafi hún sem utanríkisráðherrra ekki farið með efnahagsmál heldur forsætisráðherra. Þetta kemur fram í andmælabréfi hennar til Rannsóknarnefndar Alþingis sem birt er með skýrslu nefndarinnar. Ingibjörg Sólrún var ein 12 manna sem fengu bréf frá Rannsóknarnefndinni vegna rannsóknar á hugsanlegri vanrækslu í starfi. Í bréfi Rannsóknarnefndarinnar er meðal annars minnst á að Ingibjörg hafi setið nokkra fundi á fyrri hluta árs 2008 þar sem seðlabankastjóri hafi varað við stöðu fjármálakerfisins en Ingibjörg hafi sem forystumaður í ríkisstjórn ekki gripið til aðgerða. Þá hafi hún ekki gengið úr skugga um hver geta ríkissjóðs væri til að styðja fjárhagslega við bak fjármálafyrirtækja áður en hún hafi lýst því yfir sem utanríkisráðherra að staðið yrði við bakið á bönkunum. Ingibjörg Sólrún bendir á í svarbréfi sínu að hún hafi ekki verið staðgengill forsætisráðherra heldur hafi varaformaður Sjálfstæðisflokksins sinnt því hlutverki. Engin lagaleg skylda hafi hvílt á henni til þess til þess að grípa inni í málin enda ekki á verk- eða valdsviði hennar. Því sjái hún ekki hvernig nefndin geti komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi sýnt af sér refsiverða háttsemi. Ingibjörg Sólrún segir enn fremur að á fundum með seðlabankastjóra í febrúar og apríl, þar sem bankastjórinn lýsti áhyggjum af stöðu fjármálakerfisins, hafi ekki verið lögð fram nein gögn eða veittar upplýsingar sem kölluðu á sérstök viðbrögð af hennar hálfu. Gögnum virðist í raun hafa verið haldið frá henni að mati Ingibjargar. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segist ekki hafa haft neinar forsendur til þess að draga greiningar sérfróðra manna og eftirlitsaðila um varnir efnahagskerfisins í efa. Þá hafi hún sem utanríkisráðherrra ekki farið með efnahagsmál heldur forsætisráðherra. Þetta kemur fram í andmælabréfi hennar til Rannsóknarnefndar Alþingis sem birt er með skýrslu nefndarinnar. Ingibjörg Sólrún var ein 12 manna sem fengu bréf frá Rannsóknarnefndinni vegna rannsóknar á hugsanlegri vanrækslu í starfi. Í bréfi Rannsóknarnefndarinnar er meðal annars minnst á að Ingibjörg hafi setið nokkra fundi á fyrri hluta árs 2008 þar sem seðlabankastjóri hafi varað við stöðu fjármálakerfisins en Ingibjörg hafi sem forystumaður í ríkisstjórn ekki gripið til aðgerða. Þá hafi hún ekki gengið úr skugga um hver geta ríkissjóðs væri til að styðja fjárhagslega við bak fjármálafyrirtækja áður en hún hafi lýst því yfir sem utanríkisráðherra að staðið yrði við bakið á bönkunum. Ingibjörg Sólrún bendir á í svarbréfi sínu að hún hafi ekki verið staðgengill forsætisráðherra heldur hafi varaformaður Sjálfstæðisflokksins sinnt því hlutverki. Engin lagaleg skylda hafi hvílt á henni til þess til þess að grípa inni í málin enda ekki á verk- eða valdsviði hennar. Því sjái hún ekki hvernig nefndin geti komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi sýnt af sér refsiverða háttsemi. Ingibjörg Sólrún segir enn fremur að á fundum með seðlabankastjóra í febrúar og apríl, þar sem bankastjórinn lýsti áhyggjum af stöðu fjármálakerfisins, hafi ekki verið lögð fram nein gögn eða veittar upplýsingar sem kölluðu á sérstök viðbrögð af hennar hálfu. Gögnum virðist í raun hafa verið haldið frá henni að mati Ingibjargar.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira