Innlent

Feluleikir í Glitni

Lárus Welding
Lárus Welding
Stjórn Glitnis faldi 270 milljóna króna vanmetna launaskuldbindingu gagnvart Bjarna Ármannssyni í ársuppgjöri bankans árið 2008. Hafði stjórnin haft veður af því að Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, ætlaði að grennslast fyrir um þessa greiðslu og hugsanlega höfða skaðabótamál í kjölfar fundarins. Til að koma í veg fyrir að greiðslan yrði rædd á fundinum var hún færð yfir á næsta ár. Í tölvupósti sagði stjórnandi:

„Ekki góðar fréttir. Gefur Vilhjálmi mögulega skotfæri á fundinum. Hvernig gat þetta gerst?“ Hann fékk þetta svar: „Þar sem greiðslan er á árinu 2008 – verður þetta ekki sett fram í reikningum 2007. Þetta verður því ekki til umfjöllunar.“

Stjórnendur Glitnis ákváðu einnig að fresta 300 milljóna króna eingreiðslu sem Lárus Welding átti að fá í ráðningarbónus í febrúar 2008 um eitt ár. Því fylgdu 250 milljóna króna gjöld og skuldbindingar til viðbótar. Frestunin gerði það að verkum að hægt var að komast hjá því að gefa greiðslurnar upp í ársreikningi fyrir 2007 og ársfjórðungsuppgjöri 2008. Þannig var staða bankans fegruð verulega, enda nam skuldbindingin 5,1 prósenti af hagnaði bankans á fyrsta ársfjórðungi.

Nefndin reiknar það út að samningurinn, sem gerður var við Lárus Welding til fimm ára þegar hann hóf störf, hafi alls verið upp á 5,1 milljarð króna – sem gerir rúmlega milljarð á ári. Samningurinn var afgreiddur á 35 mínútna fundi. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×