Enski boltinn

Hvenær þiðnar í blómagarðinum? - hitaleiðslur lagðar næsta sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bloomfield Road.
Bloomfield Road. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það hefur gengið illa hjá Blackpool að spila heimaleiki sína í enska úrvalsdeildinni að undanförnu en þremur síðustu leikjunum hefur verið frestað vegna frost og kulda.

Bloomfield Road hefur ólíkt öðrum völlum í ensku úrvalsdeildinni ekki hitaleiðslur undir grasinu. Völlurinn hefur því þolað illa hina miklu kuldatíð í Englandi að undanförnu og það er líka ljóst að aðstæður verða ekki hinar besti þegar blómagarðurinn loksins þiðnar í byrjun næsta árs.

Forráðamenn Blackpool hafa nú gefið það út að það verði lagðar hitaleiðslur í völlinn næsta sumar en þangað til verða þeir að vonast til þess að tíðin verði betri næstu vikurnar svo þeir ýti ekki enn fleiri heimaleikjum á undan sér.

Leikjum Blackpool á móti Tottenham, Manchester United og Liverpool var öllum frestað og nú þurfa nýliðarnir að spila þá leiki í janúar og febrúar. Liverpool kemur í heimsókn 12. janúar, Manchester United mætir 25. janúar og Tottenham-leikurinn fer ekki fram fyrr en 22. febrúar. Næsti heimaleikur Blackpool er fyrirhugaður á móti Birmingham 4. janúar næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×