Fær ekki að tryggja barn með athyglisbrest SB skrifar 26. ágúst 2010 10:00 Sunna Albertsdóttir ásamt dóttur sinni. Báðar eru þær greindar með ADHD. Sunna Albertsdóttir fékk ekki að tryggja sjö ára gamlan son sinn sem er greindur með ofvirkni og athyglisbrest. Hún gagnrýnir Sjóvá og segir tryggingarskilmálana afar undarlega - til dæmis sé ekki hægt að tryggja börn sem greind eru með lesblindu. „Við sóttum um barnatryggingu hjá Sjóvá og fengum þetta svar í dag," segir Sunna en í svarinu frá Sjóvá segir að ekki sé hægt að tryggja barnið þar sem það þjáist af ofvirkni og athyglisbrest en hún geti hins vegar sótt aftur um tryggingu fyrir barnið að ári. „Ég veit ekki hvað ætti að hafa breyst eftir ár, jú barnið verður kannski orðið tíu sentímetrum hærra en þessi sjúkdómur hverfur ekki."Svarbréfið frá Sjóvá. Sunnu er bent á að hún geti sótt aftur um tryggingu fyrir son sinn að ári...Sunna segist ekki skilja rökin á bak við ákvörðun Sjóvá. Hún bendir á að sífellt stækkandi hópur krakka sé í dag greindur með athyglisbrest eða ofvirkni og það sé verið að útiloka það að sá hópur fái notið trygginga. Sjálf er Sunna með ADHD líkt og dóttir hennar. „Hún er samt með mjög góðar einkunnir í íþróttum og öðrum greinum í skólanum," segir Sunna. Eftir að hafa fengið svar Sjóvá í hendurnar segist Sunna efins um að hún vilji halda áfram viðskiptum við tryggingafélagið. „Ég er að íhuga að færa mínar tryggingar í burtu frá Sjóvá. Ég ætla líka að tala við þá hjá Sjónarhóli sem eru regnhlífasamtök fyrir fólk með athyglisbrest og ofvirkni."Sunna segir málið alvarlegt. „Það er allt í lagi að benda fólki á þetta. Það er mikið af krökkum í þjóðfélaginu sem þjáist af þessum röskunum og hvað gerist í framtíðinni þegar þau verða eldri. Á sonur minn ekki að eiga rétt á líf og sjúkdómatryggingu?" Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Sunna Albertsdóttir fékk ekki að tryggja sjö ára gamlan son sinn sem er greindur með ofvirkni og athyglisbrest. Hún gagnrýnir Sjóvá og segir tryggingarskilmálana afar undarlega - til dæmis sé ekki hægt að tryggja börn sem greind eru með lesblindu. „Við sóttum um barnatryggingu hjá Sjóvá og fengum þetta svar í dag," segir Sunna en í svarinu frá Sjóvá segir að ekki sé hægt að tryggja barnið þar sem það þjáist af ofvirkni og athyglisbrest en hún geti hins vegar sótt aftur um tryggingu fyrir barnið að ári. „Ég veit ekki hvað ætti að hafa breyst eftir ár, jú barnið verður kannski orðið tíu sentímetrum hærra en þessi sjúkdómur hverfur ekki."Svarbréfið frá Sjóvá. Sunnu er bent á að hún geti sótt aftur um tryggingu fyrir son sinn að ári...Sunna segist ekki skilja rökin á bak við ákvörðun Sjóvá. Hún bendir á að sífellt stækkandi hópur krakka sé í dag greindur með athyglisbrest eða ofvirkni og það sé verið að útiloka það að sá hópur fái notið trygginga. Sjálf er Sunna með ADHD líkt og dóttir hennar. „Hún er samt með mjög góðar einkunnir í íþróttum og öðrum greinum í skólanum," segir Sunna. Eftir að hafa fengið svar Sjóvá í hendurnar segist Sunna efins um að hún vilji halda áfram viðskiptum við tryggingafélagið. „Ég er að íhuga að færa mínar tryggingar í burtu frá Sjóvá. Ég ætla líka að tala við þá hjá Sjónarhóli sem eru regnhlífasamtök fyrir fólk með athyglisbrest og ofvirkni."Sunna segir málið alvarlegt. „Það er allt í lagi að benda fólki á þetta. Það er mikið af krökkum í þjóðfélaginu sem þjáist af þessum röskunum og hvað gerist í framtíðinni þegar þau verða eldri. Á sonur minn ekki að eiga rétt á líf og sjúkdómatryggingu?"
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira