Tryggvi Gunnarsson: Sár og svekktur yfir því sem hann hefur séð 25. janúar 2010 15:02 Rannsóknarnefnd Alþingis. Tryggvi Gunnarsson t.v., Páll Benediktsson fyrir miðju og Sigríður Benediktsdóttir. Formaður Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið sagði á blaðamannafundi í morgun að til þess að geta tekist á við þann gríðarlega vanda sem endaði með bankahruni þurfi þjóðin að skilja hann. „Þetta er forsendan fyrir því að geta haldið áfram og náð sátt en það þarf enginn að búast við öðru en að einhver verði leiður, það bjóst enginn við því að við værum að færa fram fagnaðarerindi með þessari skýrslu," sagði Páll Hreinsson. Hann segir að þjóðin þurfi að leggja reiðina sem kunni að fylgja í kjölfar útgáfu skýrslunnar í uppbyggilegan farveg - „það gerist ekki með eignaspjöllum, líkamstjóni eða öðru slíku. Við verðum að takast á við þetta ef við ætlum að komast áfram í uppbyggingunni," sagði Páll. Tryggvi Gunnarsson bar upp þá hugmynd að þjóðin fái frí í nokkra daga til að lesa skýrsluna til að átta sig á því hvað gerðist. Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave fer væntanlega fram 6. mars nk. Allt bendir því til að skýrslan um bankahrunið komi út á svipuðum tíma og þjóðin gengur til atkvæðagreiðslu um eitt stærsta mál lýðveldissögunnar. Páll segir að þjóðin þurfi að fá skýrsluna í hendurnar um leið og hún verður tilbúin, sama hvað annað sé í gangi í þjóðfélaginu á þeim tíma. Hann minnir á að í skýrslunni er fjallað um Icesave fram að hruni og hvernig Icesave reikningarnir urðu til. Tryggvi segir að starfið hjá Rannsóknarnefnd Alþingis hafi verið mikil lífsreynsla. „Maður hefur stundum verið nærri gráti og stundum afskaplega pirraður yfir því sem maður hefur séð." Hann segir að rannsóknin hefði tekið á hvern þann sem að henni hefði komið. Enda séu afleiðingarnar fyrir íslenskt samfélag slíkar að það jafnist á við hamfarir. „Þegar maður hefur áttað sig á því hvar hlutir voru gerðir og sérstaklega hvar hlutir voru ekki gerðir þá verður maður sár og svekktur." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Formaður Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið sagði á blaðamannafundi í morgun að til þess að geta tekist á við þann gríðarlega vanda sem endaði með bankahruni þurfi þjóðin að skilja hann. „Þetta er forsendan fyrir því að geta haldið áfram og náð sátt en það þarf enginn að búast við öðru en að einhver verði leiður, það bjóst enginn við því að við værum að færa fram fagnaðarerindi með þessari skýrslu," sagði Páll Hreinsson. Hann segir að þjóðin þurfi að leggja reiðina sem kunni að fylgja í kjölfar útgáfu skýrslunnar í uppbyggilegan farveg - „það gerist ekki með eignaspjöllum, líkamstjóni eða öðru slíku. Við verðum að takast á við þetta ef við ætlum að komast áfram í uppbyggingunni," sagði Páll. Tryggvi Gunnarsson bar upp þá hugmynd að þjóðin fái frí í nokkra daga til að lesa skýrsluna til að átta sig á því hvað gerðist. Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave fer væntanlega fram 6. mars nk. Allt bendir því til að skýrslan um bankahrunið komi út á svipuðum tíma og þjóðin gengur til atkvæðagreiðslu um eitt stærsta mál lýðveldissögunnar. Páll segir að þjóðin þurfi að fá skýrsluna í hendurnar um leið og hún verður tilbúin, sama hvað annað sé í gangi í þjóðfélaginu á þeim tíma. Hann minnir á að í skýrslunni er fjallað um Icesave fram að hruni og hvernig Icesave reikningarnir urðu til. Tryggvi segir að starfið hjá Rannsóknarnefnd Alþingis hafi verið mikil lífsreynsla. „Maður hefur stundum verið nærri gráti og stundum afskaplega pirraður yfir því sem maður hefur séð." Hann segir að rannsóknin hefði tekið á hvern þann sem að henni hefði komið. Enda séu afleiðingarnar fyrir íslenskt samfélag slíkar að það jafnist á við hamfarir. „Þegar maður hefur áttað sig á því hvar hlutir voru gerðir og sérstaklega hvar hlutir voru ekki gerðir þá verður maður sár og svekktur."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira