Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum 16. október 2010 15:15 Gísli Örn Garðarsson ásamt Ian McKellen eftir afmælissýninguna í Young Vic. McKellen, þekktastur sem Gandálfur úr Hringadróttinssögu, heilsaði upp á alla leikarana að sýningunni lokinni. Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar leikhússins. Meðal annarra sem tróðu upp með Vesturporti var Dominic West, einn af aðalleikurum hinna margverðlaunuðu sjónvarpsþátta The Wire, og Jane Horrocks úr kvikmyndinni Taktu lagið Lóa og sjónvarpsþáttunum Absolutely Fabulous. Meðal gesta í salnum var Íslandsvinurinn Jude Law og unnusta hans, Sienna Miller. „Við Jude vorum þarna aðalmennirnir,“ grínast Rúnar Freyr Gíslason með en hann birti símamynd af sér og hjartaknúsaranum á bloggi hópsins „Þetta var mjög skemmtilegt, eiginlega algjörlega frábært. Gísli Örn og David Lan, leikhússtjóri Young Vic, settu saman 45 mínútna afmælisdagskrá sem var að mestu leyti byggð á Faust með smá breytingum og tilfærslum,“ útskýrir Rúnar. Einn af hápunktum kvöldsins var þó án nokkurs vafa þegar Hilmir Snær, í hlutverki Mefisto, bauð Þorsteini Gunnarssyni þrjár óskir. Þorsteinn svarar að bragði: „Það hefur alltaf verið draumur að leika á móti Ian McKellen.“ Að sögn Rúnars Freys fór kliður um salinn um leið og það brutust loks út mikil fagnaðarlæti þegar McKellen, þekktastur fyrir hlutverk Gandálfs í Hringadróttinssögu, lét á sér kræla með sinni djúpu röddu. „Ég fékk svo mikla gæsahúð að ég datt úr hlutverkinu í smá stund, við stóðum bara uppi á sviðinu og glottum hvor til annars,“ segir Rúnar. Dominic West mætti síðan upp á sviðið en Hilmir Snær þóttist hálsbrjóta hann og kvaddi hann með þeim orðum að leikarinn ætti að halda sig við hvíta tjaldið. Jane Horrocks söng síðan lagstúf og Rúnar Freyr söng bakraddir. „Við höfðum æft þær hjá einhverjum upptökustjóra í nokkra daga.“ Síðar um kvöldið var boðið til mikillar veislu þar sem borðin hreinlega svignuðu undan kræsingunum. Og þar hitti Rúnar Jude. „Eins og allar stórstjörnur er hann alveg ótrúlega alþýðulegur. Við spjölluðum ekkert mikið saman enda var hann á milljón að fá fólk til að kaupa verslunarferð með unnustunni Siennu,“ segir Rúnar og bætir því við að Jude hafi þegar séð sýninguna áður en að þessu kvöldi kom. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar leikhússins. Meðal annarra sem tróðu upp með Vesturporti var Dominic West, einn af aðalleikurum hinna margverðlaunuðu sjónvarpsþátta The Wire, og Jane Horrocks úr kvikmyndinni Taktu lagið Lóa og sjónvarpsþáttunum Absolutely Fabulous. Meðal gesta í salnum var Íslandsvinurinn Jude Law og unnusta hans, Sienna Miller. „Við Jude vorum þarna aðalmennirnir,“ grínast Rúnar Freyr Gíslason með en hann birti símamynd af sér og hjartaknúsaranum á bloggi hópsins „Þetta var mjög skemmtilegt, eiginlega algjörlega frábært. Gísli Örn og David Lan, leikhússtjóri Young Vic, settu saman 45 mínútna afmælisdagskrá sem var að mestu leyti byggð á Faust með smá breytingum og tilfærslum,“ útskýrir Rúnar. Einn af hápunktum kvöldsins var þó án nokkurs vafa þegar Hilmir Snær, í hlutverki Mefisto, bauð Þorsteini Gunnarssyni þrjár óskir. Þorsteinn svarar að bragði: „Það hefur alltaf verið draumur að leika á móti Ian McKellen.“ Að sögn Rúnars Freys fór kliður um salinn um leið og það brutust loks út mikil fagnaðarlæti þegar McKellen, þekktastur fyrir hlutverk Gandálfs í Hringadróttinssögu, lét á sér kræla með sinni djúpu röddu. „Ég fékk svo mikla gæsahúð að ég datt úr hlutverkinu í smá stund, við stóðum bara uppi á sviðinu og glottum hvor til annars,“ segir Rúnar. Dominic West mætti síðan upp á sviðið en Hilmir Snær þóttist hálsbrjóta hann og kvaddi hann með þeim orðum að leikarinn ætti að halda sig við hvíta tjaldið. Jane Horrocks söng síðan lagstúf og Rúnar Freyr söng bakraddir. „Við höfðum æft þær hjá einhverjum upptökustjóra í nokkra daga.“ Síðar um kvöldið var boðið til mikillar veislu þar sem borðin hreinlega svignuðu undan kræsingunum. Og þar hitti Rúnar Jude. „Eins og allar stórstjörnur er hann alveg ótrúlega alþýðulegur. Við spjölluðum ekkert mikið saman enda var hann á milljón að fá fólk til að kaupa verslunarferð með unnustunni Siennu,“ segir Rúnar og bætir því við að Jude hafi þegar séð sýninguna áður en að þessu kvöldi kom. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira