Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum 16. október 2010 15:15 Gísli Örn Garðarsson ásamt Ian McKellen eftir afmælissýninguna í Young Vic. McKellen, þekktastur sem Gandálfur úr Hringadróttinssögu, heilsaði upp á alla leikarana að sýningunni lokinni. Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar leikhússins. Meðal annarra sem tróðu upp með Vesturporti var Dominic West, einn af aðalleikurum hinna margverðlaunuðu sjónvarpsþátta The Wire, og Jane Horrocks úr kvikmyndinni Taktu lagið Lóa og sjónvarpsþáttunum Absolutely Fabulous. Meðal gesta í salnum var Íslandsvinurinn Jude Law og unnusta hans, Sienna Miller. „Við Jude vorum þarna aðalmennirnir,“ grínast Rúnar Freyr Gíslason með en hann birti símamynd af sér og hjartaknúsaranum á bloggi hópsins „Þetta var mjög skemmtilegt, eiginlega algjörlega frábært. Gísli Örn og David Lan, leikhússtjóri Young Vic, settu saman 45 mínútna afmælisdagskrá sem var að mestu leyti byggð á Faust með smá breytingum og tilfærslum,“ útskýrir Rúnar. Einn af hápunktum kvöldsins var þó án nokkurs vafa þegar Hilmir Snær, í hlutverki Mefisto, bauð Þorsteini Gunnarssyni þrjár óskir. Þorsteinn svarar að bragði: „Það hefur alltaf verið draumur að leika á móti Ian McKellen.“ Að sögn Rúnars Freys fór kliður um salinn um leið og það brutust loks út mikil fagnaðarlæti þegar McKellen, þekktastur fyrir hlutverk Gandálfs í Hringadróttinssögu, lét á sér kræla með sinni djúpu röddu. „Ég fékk svo mikla gæsahúð að ég datt úr hlutverkinu í smá stund, við stóðum bara uppi á sviðinu og glottum hvor til annars,“ segir Rúnar. Dominic West mætti síðan upp á sviðið en Hilmir Snær þóttist hálsbrjóta hann og kvaddi hann með þeim orðum að leikarinn ætti að halda sig við hvíta tjaldið. Jane Horrocks söng síðan lagstúf og Rúnar Freyr söng bakraddir. „Við höfðum æft þær hjá einhverjum upptökustjóra í nokkra daga.“ Síðar um kvöldið var boðið til mikillar veislu þar sem borðin hreinlega svignuðu undan kræsingunum. Og þar hitti Rúnar Jude. „Eins og allar stórstjörnur er hann alveg ótrúlega alþýðulegur. Við spjölluðum ekkert mikið saman enda var hann á milljón að fá fólk til að kaupa verslunarferð með unnustunni Siennu,“ segir Rúnar og bætir því við að Jude hafi þegar séð sýninguna áður en að þessu kvöldi kom. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látin Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira
Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar leikhússins. Meðal annarra sem tróðu upp með Vesturporti var Dominic West, einn af aðalleikurum hinna margverðlaunuðu sjónvarpsþátta The Wire, og Jane Horrocks úr kvikmyndinni Taktu lagið Lóa og sjónvarpsþáttunum Absolutely Fabulous. Meðal gesta í salnum var Íslandsvinurinn Jude Law og unnusta hans, Sienna Miller. „Við Jude vorum þarna aðalmennirnir,“ grínast Rúnar Freyr Gíslason með en hann birti símamynd af sér og hjartaknúsaranum á bloggi hópsins „Þetta var mjög skemmtilegt, eiginlega algjörlega frábært. Gísli Örn og David Lan, leikhússtjóri Young Vic, settu saman 45 mínútna afmælisdagskrá sem var að mestu leyti byggð á Faust með smá breytingum og tilfærslum,“ útskýrir Rúnar. Einn af hápunktum kvöldsins var þó án nokkurs vafa þegar Hilmir Snær, í hlutverki Mefisto, bauð Þorsteini Gunnarssyni þrjár óskir. Þorsteinn svarar að bragði: „Það hefur alltaf verið draumur að leika á móti Ian McKellen.“ Að sögn Rúnars Freys fór kliður um salinn um leið og það brutust loks út mikil fagnaðarlæti þegar McKellen, þekktastur fyrir hlutverk Gandálfs í Hringadróttinssögu, lét á sér kræla með sinni djúpu röddu. „Ég fékk svo mikla gæsahúð að ég datt úr hlutverkinu í smá stund, við stóðum bara uppi á sviðinu og glottum hvor til annars,“ segir Rúnar. Dominic West mætti síðan upp á sviðið en Hilmir Snær þóttist hálsbrjóta hann og kvaddi hann með þeim orðum að leikarinn ætti að halda sig við hvíta tjaldið. Jane Horrocks söng síðan lagstúf og Rúnar Freyr söng bakraddir. „Við höfðum æft þær hjá einhverjum upptökustjóra í nokkra daga.“ Síðar um kvöldið var boðið til mikillar veislu þar sem borðin hreinlega svignuðu undan kræsingunum. Og þar hitti Rúnar Jude. „Eins og allar stórstjörnur er hann alveg ótrúlega alþýðulegur. Við spjölluðum ekkert mikið saman enda var hann á milljón að fá fólk til að kaupa verslunarferð með unnustunni Siennu,“ segir Rúnar og bætir því við að Jude hafi þegar séð sýninguna áður en að þessu kvöldi kom. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látin Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira